Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 59
ALÞINCrlSHÁTÍÐIN
25
mynduðum bekk í þeim hálfhring
sátu Lögréttumennirnir, og hófst
sú athöfn með því að Úlfljótur
segir af sér lögsögu og óskar eftir
að Lögrétta kjósi mann í sinn stað.
Segir hann nokkuð frá starfi sínu
og skýrir anda laganna all-ræki-
lega. Tók þá til máls Þorsteinn
allsherjargoði Ingólfsson. Rifjaði
hann upp tildrög til íslandsbygðar
og Alþingismyndunar. Benti hann
mönnum á ábyrgð þá er þeir hefðu
undir gengist með ríkismynduninni.
þar sem sú nýbreytni sé viðtekin að
lögin komi í stað konungs. Skor-
aði hann á fjóra höfðingja, hvern
úr sínum landsfjórðungi, Ólaf Peil-
an af Vesturlandi, Þorstein hvíta af
Austurlandi, Þorstein Ingimundar-
son af Norðurlandi og Teit Ketil-
bjarnarson af Suðurlandi, að nefna
þá menn til lögsögu, sem þeir vissu
liæfasta liver í sínum landsfjórð-
ungi. Pjöldi manna var tilnefndur.
En Þorsteinn Ingólfsson stingur
■opp á, að Lögrétta unni Skallagrími
Kveldúlfssyni þeirrar virðingar, að
tilnefna lögsögumann, og nefnir
hann þá frænda sinn Hrafn Hængs-
son. Þar eð engar mótbárur voru
gegn vali Skallagríms, þá lýsti Þor-
steinn Ingólfsson kjöri Hrafns
Hængssonar í heyranda hljóöi í
Lögréttu. Eftir að Hrafn Hængs-
son hafði lialdið alvöruþrungna
væðu, vann hann eið sinn að baugi
~~ stallahringnum úr hofinu í
Heykjavík, er allsherjargoðinn bar
á hendi.
Leiltsýning þessi fór afbragðs-
vel fram. Lögréttumennirnir hver
um sig sýndu glöggvan skilning á
verkefnum sínum. Þeir voru allir
búnir í skrautlega fornmannabún-
inga, og voru hinir hetjulegustu á
að sjá; enda varð mannfjöldanum,
sem náði alla leið frá eystri brún
Almannagjár, austur að Öxará, yfir
hólmann í ánni og yfir nokkurn
hluta af Þingvallatúninu og svo all-
langt til norðurs og suðurs frá sýn-
ingarstaðnum, starsýnt á þetta á-
hrifamikla atriði úr fornsögu þjóð-
arinnar íslenzku. Stjórn og umsjón
á leiksýningunni hafði á hendi Har-
'aldur Björnsson leikari, en þeir pró-
fessorarnir Sigurður Nordal og Ól-
afur Lárusson sömdu texta leiksýn-
ingarinnar.
Þegar sýningu þessari var lokið,
var kvöldverðartími kominn. Hafði
ríkisstjórn íslands boð mikið það
kvöld, og fór það fram, eins og fyrra
kvöldið, með prýði og rausn.
Á föstudaginn eftir kvöldverð
fóru fram íþróttasýningar og leikir
á palli miklum, sem reistur hafði
verið á völlunum skamt fyrir norð-
an, þar sem Öxará rennur eftir
völlunum. Gat þar að líta frítt lið
og fagra leiki. Pólkið sat í sjón-
brekku og horfði á, eins og fyrrum
tíðkaðist á söguöldinni.
Veðrið hafði verið gott báða þessa
hátíðisdaga, nema á fimtudags-
kvöldið. Þá rigndi og snjóaði. Var
það aðeins til tilbreytingar og til
þess að sýna gestum, hve marg-
breytileg íslenzk veðrátta getur ver-
ið, jafnvel um hásumarið. Þeir
voru búnir að sjá þokuloft, rigningu
og snjó. Nú áttu þeir eftir að sjá
enn breytingu. Laugardagurinn
rann upp bjartur og blíður. Sólin
helti geislum sínum yfir landið —
yfir menn og málleysingja. Ár-
mannsfell, Skjaldbreið, Hrafnabjörg
Hlöðufell og Tröllatindur teygðu sig