Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 88
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
“Þér tekst, að alténd sumt það sitji
í skugga,
Til sigurs upp er starf þitt hefir flutt,
Þú hengdir ekki í allra búða glugga
Hvert ómak þitt, né hvar þú hefir
stutt.
Því sá kann einn með ábötum að
■ selja:
— Og yfir taxta vogar-lóðs og
máls —
Sem eignast sjóð, sem enginn fær
að telja,
Af ómyntuðum greiða-verkum
sjálfs.”
Meðan Eggert var ritstjóri
“Heimskringlu, kyntist hann mörg-
um málsmetandi mönnum, enskum
og íslenzkum, og eignaðist marga
góða vini þá og síðar. En hann var
allra manna trygglyndastur, og
sannur vinur vina sinna. Enda þótti
honum spakleg þessi heilræði í
Hávamálum:
“Vin sínum
skal maðr vinr vesa,
þeim ok þess vin.”
og
“Vin þínum
ves þú aldrigi
fyrri at flaumslitum.’’
Og eg man eftir því, að hann lagði
sérstaka áherzlu á þessi vísuorð,
þegar hann eitt sinn á yngri árum
las mér Hávamál, sem hann virtist
skilja mjög vel, og áleit mætust
allra norrænna ljóða. — Eggert
kyntist snemma skáldinu Stephani
G. Stephanssyni, og voru þeir inni-
legir vinir alla tið. Eggert var með
þeim allra fyrstu til að sjá, hversu
ágætt og frumlegt skáld Stephan
var; og hann dáðist að hinum
sterku, skáldlegu tilþrifum, sem svo
koma í Ijós í kvæðum hans, og hinni
miklu hreinskilni og djúpsæi, sem
einkenna þau. Og hann áleit ekk-
ert íslenzkt skáld Stephani framar.
— í stjórnmálum fylgdi Eggert
stefnu Conservative flokksins í
Canada, frá því fyrsta til hins síð-
asta Og hann iiafði sérlega mikið
álit á hinum fræga stjórnmálamanni
og forsætisráðherra, Sir John A.
Macdonald; og kyntist hann
snemma Sir Hugh J. Macdonald
(syni Sir John’s) og urðu þeir góð-
ir vinir, og hélst sú vinátta meðan
þeir lifðu báðir. Á yngri árum kynt-
ist Eggert einnig skáldinu Charles
Mair, og var lilýtt til hans, og hafði
miklar mætur á sumum skáldverk-
um hans, eins og til dæmis: “Te-
cumseh” og “The Last Bison”. Og
ávalt taldi Eggert meðal sinna heztu
vina prentarana, sem ainnu með
honum við “Heimskringlu’’ og “Öld-
ina”, og eins Eyjólf Eyjólfsson frá
Dagverðargerði á Fljótsdalshéraði,
sem svo vel og drengilega studdi
“Heimskringlu’’ á þeirn árum, er
efnahagur hennar var næsta þröng-
ur. — Eggert hafði um mörg ár
bréfaviöskifti við ýmsa merka
mentamenn, eins og þá: Dr. Valtýr
Guðmundsson í Kaupmannahöfn;
Eirík Magnússon, M. A., í Cam-
hridge á Englandi; J. C. Poestion í
Vínarborg; M. phil. Karl Kuchler á
Saxlandi; séra Kjartan Helgason í
Hrnna á íslandi; Luther Burbank,
jurtafræðinginn heimsfræga í Cali-
fornia, og marga fleiri.
Mjög sjaldan kom Eggert fram á
opinberum samkomum, og var þó
í raun og veru prýðis vei máli far-