Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 126
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sé eg hér, í faðmi fjalla,
Fortíð vora og sögu alla,
Gunnlaug Hrafn til hildar kalla,—
Helgu fögru, er hýrri þótti' en sólin.
Hér brann lýðsins Hórebslundur,
Hér stóð elzti kirkjufundur, —
Þjóðarvitsins veglegt undur, —
Vídalín hér síðar steig í stólinn.
Hörgabrúði fórn menn færðu, —
Forneskju og galdra kærðu, —
Dæmdu’ í útlegð, drektu, særðu, —
Dómafróðir dagsins villum þjóna.
— Helgar tíðir hofmenn sungu,
Hallgrímur, með ljóð á tungu,
Kirkjulífi kendi ungu
Kærleikans og krossins helgu tóna.
VIII.
Bjarmi rís af björtum degi,
Birti yfir fold og legi;
Leifi hepna á heillavegi
Hneigði fyrstum Hvítramanna
ströndin.
— Vor er arfi Vínland góða,
Víðfrægast á meðal þjóða.
Ýmsir kostir kynsins fróða,
Krýna, blessa kosta auðgu löndin.
Leiðarstjarna lýsir anda,
Leggur slóð um eyðisanda,
Bifröst milli bygða, landa,
Brúar liöfin, bendir sólu hærra.
Hér réð’ lýðfræg löggjöf endur,
Lýðveldi um fjöll, sem strendur,
Alþingi, er enn þá stendur, —
Öðrum þjóðum ísland reyndist
stærra.
Þing og löggjöf þúsund ára!
Þjóðin minnist ótal sára; —
Þúsund sinnum þúsund tára, —
Þingvöll helga þúsund ára fórnir!
— Gullöld íslands endurfundin,
Alfrjáls þjóðin, lögum bundin,
Alþjóð runnin óskastundin; —
Erfðir frónskar enskar prýða stjórn-
ir.
IX.
Fór eg víða fagrar slóðir,
Frægar heim eg sótti þjóðir,
Fann eg þá hve feðra sjóðir
Fremri eru fé og menning þjóða. —
Þuldi eg sögu þúsund ára,
Þætti Gunnars, Njáls og Kára,
Þroskasögu þrauta og tára, —
Þúsund ára þrekraun kynsins góða.
Aldrei var þinn fífill fegri,
Fjallabygð þín yndislegri,
Gróður andans guðdómlegri,
Gleym-mér-eigi grær í hverju spori.
Mér finst Snorra og Ara andi
Andvarinn í Hallgríms landi,
Meistari Jón fyrir málum standi, —
Menning landsins mjög lík gróðrar
vori.
Eiðavöllur íslendinga,
Elzta vígi dóms og þinga!
Hér skal trú og einhug yngja,
Eiðstaf rita allar þjóða-dygðir.—
Hér sé ávalt gestagriður,
Guðs og manna lagafriður,
Forn og helgur fræðasiður
Fegri, þroski frelsi um landsins
bygðir.
Tengjum flotann — bræðraböndum,
Berið fregn þá ríkum löndum:
Einherjar vér allir stöndum,
íslenzkir á íslands heiðursdegi.
Þótt að höfin hendur skilji;
Hjörtun tengir bróður-vilji; —
Enginn maður heitrof hylji —
Meðan Hekla, heimsfræg, rís úr legh