Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 113
NOKKRAR ATHUGASEMDIR
79
stúlku eru og mjög almennar, ef
borið er saman við mannlýsingar í
Manni og konu*)- Gróu á Leiti
og Bárð í Búrfelli kannast hver
maður við, hvaðan úr sveitum sem
er, en það verður ekki sagt um
mann eins og Bjarna á Leiti, Grím
meðhjálpara og Hjalmar tudda.
Þetta er ra'unar ekki óeðlilegt,
Þegar á Það er litið, hvernig sög-
urnar urðu til. Piltur og stúlka er
skrifuð í Kaupmannahöfn eftir
margra ára dvöl erlendis, og liöf-
undur hafði ekki úr öðru að ausa
en minni sínu um persónur sínar,
Þar sem ekki var um fyrinnyndir
í eldri ritum að ræða, sem ekki
mun alveg örgrant um, eins og
síðar mun á vikið. Aftur á móti
er það ljóst, að hann hefir, eftir að
hann kom til íslands beinlínis safn-
að efni til “þjóðsögu” sinnar, bók-
arinnar, sem varð Maður og kona.
Hér er annars merkilegs atriðis
að gæta. Að hyggju Blöndals eru
mannlýsingar þær, er vér höfum nú
séð að einkenna Mann og konu, eitt
af því sem líkt er með Jóni og
Scott. Það þarf þó ekki að skiljast
svo, að áhrifa Scotts gæti fyrst, er
hann semur Mann og konu. En hitt
er gaman að sjá, að Jón nefnir
Gísla gamla Konráðsson í sömu
andránni og Scott í bréfkafla þeim,
er til var færður hér að framan.*)
Gg á því getur enginn vafi leikið,
*) Aftur á móti er lýsingin á brúð-
kaupi þeirra Indriða og Sigríðar með
kaflanum um þá Búrfellsfeðga og Rósu
alveg' í sama anda og lýsingarnar í
°S k-, enda síðar samin en aðal sag-
an og fyrst bætt við í annari útg.
*) Benedikt Gröndal kom til Flateyjar
meðan Jón var þar, hafði Jón þá eitt her-
þergi aðeins til ibúðar. “Hann hafði eng-
ih húsgögn nema eina græna kistu, eng-
að Gísli Konráðsson hefir óbeinlínis
ef ekki beinlínis, átt drjúgan þátt í
því að opna augu Jóns fyrir við-
fangsefnum þeim, er biðu skáld-
söguhöfundar í íslenzku þjóðlífi.
Get eg ekki stillt mig um að færa
hér til bréfkafla frá Jóni Thorodd-
sen um þetta efni, þótt áður hafi
birtir verið (í æfisögu hans eftir
Jón Sigurðsson), því “sjaldan er
góð vísa of oft kveðin”.
6. febrúar 1851 skrifar hann
Gísla Brynjólfssyni vini sínum frá
Flatey á Breiðafirði:
“Það er skemtilegasti staður-
inn hérna í sýslunni, og flestir
“höfðingjar” þar saman komnir:
prófastur Ólafur Sívertsen, kaup-
maður og þjóðþingismaður Brynj-
ólfur Benediktsson, gáfaður og
sérlega fróður maöur í Islands-
sögu; séra Eiríkur Kúld og kaup-
maður Sigurður Jónsen, báðir
skemtilegir menn. Herbergi og
skrifstofu mína hefi eg í húsi
kaupmanns Sigurðar Jónsens, og
eru þau mikið góð og falleg sem
í Höfn væri. Hefði eg tíma af-
gangs, er hér nóg af handritum
og íslenzbum óprentuðum drusl-
um að skemta sér við, því
Brynjólfur Benediktsson erfði
öll handrit og bækur föður síns,
Boga á Staðarfelil; einnig er nú
hér hjá prófasti um tíma skemti-
legur maður, fróður og feikilega
ríkur af kvæða-þulu-draugasagria
og álfasagna-safni, það er Gísli
Konráðsson. Hann hefir einnig
mikið safn af smásögum um
ar bækur nema dönsk lög og Lessing,
fyrsta bindið, sem hann gaf mér. Jón
hafði líka altaf flöskur í kistunni og
staupuðum við okkur á þeim.” (Dægra-
dvöl, bls. 214—215.)