Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 96
Eftir Steingrím Matthíasson.
Prá fornu fari hefir það tíðkast
hér á landi, að ýmiskonar varningur
bæði dauöur og lifandi hefir verið
fluttur í hripum. Þegar fjölskyldur
fluttust búferlum bæja eða sveita
á milli var það algengt fyrrum að
reiða börn í hripum. Hitt mun
sjaldgæfara að fullorðið fólk hafi
verið flutt þannig, nema ef vera
skyldi einhverjir farlama dvergvaxn-
ir aumingjar og ómagar. Þó er þess
getið í einni af fornsögum okkar
(Ljósvetningasögu 20. kap.), að
tveir fullorðnir menn voru fluttir í
hripum bæjarleið, í sínu hripinu
hvor, á sama hesti, og kálfur að
auki ofan á hvorum þeirra. En til-
drögin voru þau, að Eilífur bóndi í
Gnúpufelli í Eyjafirði fann sér skylt
vegna mágsemda við Þorkel hák, að
hefna hans með því að drepa Þor-
björn rindil, þann er Guðmundur
ríki hafði sent norður að Öxará til
að ráða niðurlögun Þorkels. Þess er
getið í sögunni að áður en Eilífur
komst í færi við Rindil hafði Rindili
étið skyr “ok mataðist fljótt, því
skyrit var þunt”. Eilífur setti kesj-
una á hann miöjan “en skyrit
sprændi ór honum ok upp á Eilíf”.
Þegar Guðmundur nú frétti víg
Rindils varð hann óður og uppvæg-
ur til hefnda og fór eftir Eilífi. En
Eilífur komst undan ásamt föru-
naut sínum, að Saurbæ. Þar bjó þá
Hlenni hinn spaki og hitti svo á, að
liann bjó ferð húskarls síns er skyldi
flytja kálfa í Seljadal (sem nú kall-
ast Sölvadalur). Þeir félagar biðja
Hlenna ásjár. Hann leifir þeim að
ganga í bæinn og verjast þaðan, en
í því kemur Guðmundur og heimtar
þá framselda, ella muni hann
brenna upp bæinn. Hlenna þykir
hart að láta drepa mennina fyrir
augum sér og gerir Guðmundi þá til-
lögu að hann skuli senda þá í Eyrar-
skóg handan við ána og geti Guð-
mundur tekið þá þar. Guðmundur
segir: “Viltu því lieita at þeir komi
þar, þá mun ek þann kost taka, því
at jafnt þyki mér heit þín sem hand-
söl annara manna.”
Síðan gekk Hlenni inn og segir
þeim Eilífi liótanir Guðmundar og
vill þá Eilífur ganga út og forða því
að bærinn verði brendur. En Hlenni
segir þess ekki þörf og finnur annað
ráð. “Nú skuluð þit fara yfir í Eyr-
arskóg með þeim hætti, at í sínu
liripi skal vera hvárr ykkar, ok bera
á ykkr gras, en þá skal liggja kálf-
ur á livárum ykkrum, ok má vera
at Guðmundr sjái ekki þetta undan-
bragð fyrir reiði sakar. En ef ykkr
ber skjótt framhjá, þá kipp þegar
knappinum ór hripsgrindinni enda
mun þá auðna ráða,,.
“Svá var um búit sem Hlenni
mælti, ok er húskarlinn kom yfir á,
ok í skóginn, þá drifu þeir Guð-
mundr í móti þeim. Þá mælti Guð-
mundr: “Hví eru þeir Eilífr svá
seinir?” Hann svarar: “Ek ætla