Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 78
Séra Jónasar A. Sigurðssonar að Lögbergi, 27. júní 1930. Herra forseti, liáttvirta þing og þjóð! Eg, einn íslenzkra útlaga, er “reið yfir bárubreið bruna-sund’’ í ýmsri merkingu, stend upp hér að Lögbergi, Sinaí íslands, stað, sem helgaður er af hart nær 900 ára þekking og þrautum þjóðlífsins, þar sem fyr “stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði’’; þar sem “komu Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll’ — til þess að þakka stjórn íslands, þingi og þjóð fyrir frábærar viðtök- ur, hvað snertir oss Vestur-íslend- inga og ávarp það, sem oss var nú flutt af forseta efri deildar Alþing- is fyrir hönd þjóðarinnar. En eg kem hér ekki fram í eig- in nafni einvörðungu. Eg tala hér fyrir meginþorra þeirra manna ís- lenzkra, er eg bý á meðal. Eg fer ekki með umboð stórþjóðar, ríkis, fylkis, stjórnarvalda né stofnana. En mér er falið að flytja íslandi og íslendingum hér á þessari mestu liátíð í allri þjóðarsögu þessa lands, kærleikskveðju íslendinga, er vest- an hafs dvelja. — Þeirra manna og kvenna, er eg hygg að heitast unni íslandi og íslenzkri þjóð í öllum heimi. — Ekkert hlutverk er til í víðri ver- öld, hvorki embætti né umboð, hvorki orð né atvik, er eg kysi fremur að framkvæma en einmitt þetta erindi. — Þó verður kveðjan ekki flutt sem skyldi. Kærleika Vestur-íslendinga til ættlands og ættþjóðar geta engin orð túlkað. Ættjarðarást þeirra verður hvorki mæld né vegin. Enginn getur sagt sögu baráttu og bæna þessara barna íslands. Engin mannstunga megnar að færa í orð klökkvann, er fylgdi kveðjum þeim. En hjörtu þeirra, sem aldir eru á íslandi, nærðir við móðurbrjóstin á hálf- helgum ættjarðarfræðum, íslenzk- um sögum og söngvum, hafa ekki gleymt þeim né glatað, — ekki get- að “sofið fyrir söngvunum þeim’’, þótt dvalið hafi þeir erlendis um hálfrar aldar skeið. Flestir íslendingar, er fluttust til Ameríku, hörmuðu heimanförina. Einkum var það erfitt árferði, er ýtti þeim úr landi. Framtíð æslt- unnar var þá og tæpast glæsileg í augum öreiganna. Utanförin var úrræði bóndans íslenzka í fornöld, er hann fann fé á þrotum, en kaus heldur að gerast landnemi utan ís- lands, “en sæmdinni að týna’’. En ættlandi, æskustöðvum og frænd- liði unnu menn alment engu síður. Bækurnar, málið og menning þjóðarinnar fóru utan með oss sem helgir landvættir. Vér litum á ís- land sem landnámsmaðurinn leit á Helgafell. Vér kvöddum hér klöklt- ir. Og síðan hefir Vestur-íslend- ingum jafnan verið tíðrætt um ís- land og alt, sem þar á uppruna. Þótt nýir bólstaðir hafi blessast oss erlendis, snúa sálar-dyr útfluttra íslendinga að íslandi. Hjörtu vor eru íslenzk, þótt hreimur tungunn- ar breytist. Andinn dvelur lang- vistum á æskustöðvunum, þótt ból- staðir manna séu alla leið vestur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.