Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 64
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
líka að gerbreytast, og hugsun
þjóðarinnar í sambandi við hann,
Henni hefir skilist, að hið gamla
fyrirkomulag, að reiða sig á rýrar
mýrarslæjur eða útengi fyrir fóður-
forða handa bústofni sínum, sé ó-
liugsandi, heldur sé eini ábyggilegi
grundvöllurinn, að rækta landið,
og það eru bændur í óða önn að
gera. Samtíðin og kringumstæð-
urnar hafa krafist þess, að íslenzku
bæirnir væru bygðir að nýju, lýstir
og hitaðir, og íslenzku bændunum
liefir orðið mikið ágengt við þetta
þrátt fyrir dýrtíð og vinnufólks-
skort, sem er tilfinnanlegur. Það
liefir sannarlega ekki verið kyr-
staða á íslandi í síðastliöin fimtíu
ár. Alt er breytt, alt nema ís-
lenzka gestrisnin. Hún situr enn
sem fyr í öndvegi við arineld hvers
einasta heimilis.
Vestur-íslendingar höfðu aðeins
fjórar vikur, eða naumast það, til
að kynnast hinu nýja íslandi. Tími
sá leið svo fljótt, að menn voru
ekki hálfbúnir að átta sig, þegar
að halda varð aftur til Reykjavík-
ur, því svo var fastákveðið, að skip-
ið “Minnedosa”, er flytja átti þá til
baka, kæmi til Reykjavíkur 4. á-
gúst og héldi út samdægurs. Hóp-
urinn safnaðist því aftur saman í
höfuðstað landsins síðustu dagana
í júlí, því nokkra daga þurfti þar til
þess að búa sig af stað og kveðja
forna og nýja kunningja og vini.
En þó að Reykjavíkurbúar hefðu
áður verið búnir að sýna Vestur-
íslendingum góðvild og gestrisni,
þá fór nú svo enn, að Vestur-íslend
ingar urðu ekki einir um þær
kveðjur. Félagið Vestur-íslending-
ur, sem var ótrautt að greiða götu
allra vestan gesta, bauð öllum Vest-
ur-íslendingum til samsætis í Iðn-
aðarmannahúsinu í Reykjavík á
föstudagskvöldið 1. ágúst. Var þar
fjölmenni mikið og veitingar hinar
rausnarlegustu. Samsæti þessu
stýrði forseti félagsins, hra. Ari
Eyjólfsson, en á meðal þeirra, sem
skemtu með ræðuhöldum, voru þeir
Jónas Jónsson dómsmálaráðherra,
séra Friðrik Friðriksson, formaður
K. F. U. M. félagsins og Einar
skáld Benediktsson, er flutti kvæði.
Ennfremur karlakór Reykjavíkur,
er söng fjölda söngva.
Laugardagskveldið 2. ágúst bauð
Alþingi öllum Vestur-íslendingum
til kveðjusamsætis á Hótel Borg.
Var þar fjöldi svo mikill saman
kominn, að allir veitingasalir hó-
telsins voru fullskipaðir. Sat þar
um 400 manns til borðs, en sam-
sætinu stýrði forseti sameinaðs Al-
þingis, hr. Ásgeir Ásgeirsson. Á
meðan á máltíðinni stóð, sem fram
reidd var hið ríkmannlegasta, gat
forsetinn þess, að engin ákveðin
skemtiskrá hefði verið undirbúin,
en að þeir sem vildu taka til máls,
yrðu sjálfir að gefa sig fram við
liann, og man eg eftir að þessir
menn fluttu stuttar ræður: Séra
Kjartan Helgason, dr. Guðm. Finn-
bogason, Ólafur Friðriksson og
Bjarni alþingismaður Ásgeirsson af
hálfu heimamanna, en séra Rögn-
valdur Pétursson og J. J. Bíldfeil
úr hópi Vestur-íslendinga, en á
milli ræðanna voru ættjarðarsöngv-
ar sungnir undir stjórn Sigfúsar
Einarssonar organleikara og tón-
skálds.
Eftir að máltíð og ræðuhöldum
var lokið, var bók þeirri “Vestan