Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 74
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
fulltrúum og öðrum heiðursgestum.
Sjálfur þakkaði eg fyrir einn, er
mér var veittur.
Að lokinni hátíðinni var Burt-
ness congressmaður sæmdur ridd-
arastígi Fálkaorðunnar og einnig
stjörnumhrkinu, í virðingar- og
viðurkenningarskyni fyrir starf
hans í congressinu við að fá sam-
þykta þátttöku Bandaríkjanna í
hátíðarhaldinu og gjöfina — Leifs
Eiríkssonar standmyndina.
Fálkaorðan er íslenzkt heiðurs-
merki.
Hinir sérstöku fulltrúar yðar, Dr.
G. J. Gíslason og Mr. P. O. Bugge,
voru við hátíðarhaldið og var Ijúf-
mannlega tekið. Því miður gat
Dr. Gíslason eigi sótt sum gleði-
mótin sökum veikinda. Mr. Bugge
sótti öll mótin og hafði tækifæri
til að frambera kveðju yðar síð-
asta daginn á Þingvöllum. — Báðir
voru yður til sæmdar.
Þegar maður íhugar, að þessi
hátíðarhöld fóru fram í landi, sem
er minna en Norður Dakota, og
telur aðeins einn sjötta af íbúatölu
vorri, og hugleiðir ennfremur hið
víðtæka alþjóðatakmark hátíðar-
innar, yfirgrip hennar og hve á-
gætlega hún tókst, þá hlýtur það
að vekja aðdáun manns á ráðdeild
og framsýni þeirra manna, er fyrir
henni stóðu, á trúmensku og göfgi
þjóðarinnar, er lét allan flokka-
drátt, öll ágreiningsmál falla nið-
ur, en stóð sameiginleg um þetta
mál, og greiðir allan kostnað
er af því leiðir möglunarlaust. Alfc
ber þetta vott um hina göfugustu
þjóðareiginleika.
Að skýra stuttlega frá þeim á-
hrifum, er eg varð fyrir á íslandi.
er cmögulegt. Eg varð hugfang-
inn af miðnætursólinni og hinu
undraverða litskrúði náttúrunnar.
Það var engin nótt. Eg fór í flug-
vél yfir vesturhluta eyjarinnar og
yfir íshafið norður fyrir heim-
skautsbauginn. Þar er miðnætur-
sólin sjáanleg, þó mér gæfist ekki
að líta hana. Mig brestur orð til
að lýsa þeirri fegurð, er eg sá á
því flugi. Við flugum yfir fiskisæla
firði, yfir eyjar, bókstaflega þakt-
ar æðarfugli; yfir frjósama dali,
þar sem grænkan á grasinu er
grænni en á nokkru grasi öðru, er
eg hefi séð; yfir snækrýnd fjöll og
jökla. V:ð sáum skýin dragast
saman um fjallatindana. Við sá-
um upptök ánna, sem kvíslast eins
og silfurþræðir undan rótum jökl-
anna, þær smástækka og steypast í
glitrandi fossum og flúðum niður
fjallalilíðarnar á leið til sjávar. —
Það var undursamleg og ógleym-
anleg ferð.
Það er enginn skógur á íslandi,
að lieita má; sólin skín á nakið
bergið og steinstorkulögin í fjalls-
hlíðunum. Af þessu stafar hið
afar breytilega litskrúð fjallanna
— purpuri, himinblámi, fjólublámi
og gullslykja — eftir því hvernig
sólin varpar geislunum yfir ójöfn-
ur, gil og hamrastalla þeirra.
Eg virti fyrir mér fjallshlíð um
sólsetursleytið í Reykjavík, og full-
yrði að hún breytti um lit á hverri
sekúndu. Eg hefi aldrei séð því-
líkt útsýni á æfi minni.
Landið sjálft er nokkuð minna
en Norður Dakota. Það er eld-
fjallaland mjög hrjúft; eru ef til
vill þrír fjórðu hlutar þess þaktiv
jöklum, eldfjöllum og hraunum.