Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 74
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA fulltrúum og öðrum heiðursgestum. Sjálfur þakkaði eg fyrir einn, er mér var veittur. Að lokinni hátíðinni var Burt- ness congressmaður sæmdur ridd- arastígi Fálkaorðunnar og einnig stjörnumhrkinu, í virðingar- og viðurkenningarskyni fyrir starf hans í congressinu við að fá sam- þykta þátttöku Bandaríkjanna í hátíðarhaldinu og gjöfina — Leifs Eiríkssonar standmyndina. Fálkaorðan er íslenzkt heiðurs- merki. Hinir sérstöku fulltrúar yðar, Dr. G. J. Gíslason og Mr. P. O. Bugge, voru við hátíðarhaldið og var Ijúf- mannlega tekið. Því miður gat Dr. Gíslason eigi sótt sum gleði- mótin sökum veikinda. Mr. Bugge sótti öll mótin og hafði tækifæri til að frambera kveðju yðar síð- asta daginn á Þingvöllum. — Báðir voru yður til sæmdar. Þegar maður íhugar, að þessi hátíðarhöld fóru fram í landi, sem er minna en Norður Dakota, og telur aðeins einn sjötta af íbúatölu vorri, og hugleiðir ennfremur hið víðtæka alþjóðatakmark hátíðar- innar, yfirgrip hennar og hve á- gætlega hún tókst, þá hlýtur það að vekja aðdáun manns á ráðdeild og framsýni þeirra manna, er fyrir henni stóðu, á trúmensku og göfgi þjóðarinnar, er lét allan flokka- drátt, öll ágreiningsmál falla nið- ur, en stóð sameiginleg um þetta mál, og greiðir allan kostnað er af því leiðir möglunarlaust. Alfc ber þetta vott um hina göfugustu þjóðareiginleika. Að skýra stuttlega frá þeim á- hrifum, er eg varð fyrir á íslandi. er cmögulegt. Eg varð hugfang- inn af miðnætursólinni og hinu undraverða litskrúði náttúrunnar. Það var engin nótt. Eg fór í flug- vél yfir vesturhluta eyjarinnar og yfir íshafið norður fyrir heim- skautsbauginn. Þar er miðnætur- sólin sjáanleg, þó mér gæfist ekki að líta hana. Mig brestur orð til að lýsa þeirri fegurð, er eg sá á því flugi. Við flugum yfir fiskisæla firði, yfir eyjar, bókstaflega þakt- ar æðarfugli; yfir frjósama dali, þar sem grænkan á grasinu er grænni en á nokkru grasi öðru, er eg hefi séð; yfir snækrýnd fjöll og jökla. V:ð sáum skýin dragast saman um fjallatindana. Við sá- um upptök ánna, sem kvíslast eins og silfurþræðir undan rótum jökl- anna, þær smástækka og steypast í glitrandi fossum og flúðum niður fjallalilíðarnar á leið til sjávar. — Það var undursamleg og ógleym- anleg ferð. Það er enginn skógur á íslandi, að lieita má; sólin skín á nakið bergið og steinstorkulögin í fjalls- hlíðunum. Af þessu stafar hið afar breytilega litskrúð fjallanna — purpuri, himinblámi, fjólublámi og gullslykja — eftir því hvernig sólin varpar geislunum yfir ójöfn- ur, gil og hamrastalla þeirra. Eg virti fyrir mér fjallshlíð um sólsetursleytið í Reykjavík, og full- yrði að hún breytti um lit á hverri sekúndu. Eg hefi aldrei séð því- líkt útsýni á æfi minni. Landið sjálft er nokkuð minna en Norður Dakota. Það er eld- fjallaland mjög hrjúft; eru ef til vill þrír fjórðu hlutar þess þaktiv jöklum, eldfjöllum og hraunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.