Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 122
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Bjarna á Leiti og Gríms meðhjálp-
ara:
“Verður það ráð þeirra —
Gríms og prests — að Grímur
skuli kveðja heimiliskviðar og
stefna Bjarna um barsmíðarmál-
ið, en þeim Hlíðarhjónum um
sáttmálarof við þá feðga, og
telja þeir það víst, að ef málið
kcmi í dóm, muni Bjarni verða
alsekur skógarmaður, en Sigurð-
ur sæta útlátum; en með því að
Grímur þóttist ekki vanur að
standa í þingadeildum, handsal-
aði hann presti sökina að lögmáli
fullu til gerðar eða dóms, og svo
með að fara sem honum líki.’’
Hér við bætast svo gerðarmenn-
irnir þrír, sem getið var í upphafi
þessa kafla. — Betri meðferð gat
málið ekki fengið.
Eitt dæmi aðeins höfum vér
fundið, þar sem sögustíll er not-
aður öðruvísi en til gamans: það
er dæmið um harm Þórdísar, sem
áður er getið. Annars er það seg-
in saga, að hvar sem höfundur
segir í alvöru frá, þá beitir hann
nútíðarmáli. Má rétt til dæmis
nefna kaflann um hjásetu Sigríð-
ar og Indriða og kynni þeirra í
Pilti og Stúlku.
Hér skulu að lokum dregnar
saman niðurstöður athugasemda
vorra.
Vér höfum séð, að talsverður
munur er á vali efnis og með-
ferð þess í (frumútgáfu) P og S. og
M. og K. Er hin síðari bókin miklu
ríkari aí lýsingum einkennilegra
manna og þjóðsögnum en hin fyrri,
þar sem mannlýsingarnar eru með
almennara blæ og þjóðsögurnar
vantar því nær með öllu.
Er það ætlun vor að vistin i
Flatey og ekki síst kynni við Gísla
garnla Konráðsson og síðar Jón
Árnason og þjóðsögur hans hafi
ráðið miklu um breytingu þessa.
Þá höfum vér og sýnt, að í vali
viðfangsefna og jafnvel í sumum
mannlýsingum er nokkur líking
með P. og S. og leiritum Sigurðar
Péturssonar (og Geirs biskups Vída
lín), en þau komu út tveimur árum
áður en P. og S. var skrifuð.
Loks höfum vér bent á, að áhrif
fornsagna vorra á Jón Thoroddsen
virðast þvínær eingöngu í því falin,
að hann beitir máli þeirra og stíl
til að bregða kýmnisblæ á lýsingar
sínar, og er mikið af fyndni Jóns
þessarar tegundar. Hið sama er
um það að segja, er hann bregður
fyi'ir sig stíl Hómerskvæða, biblíu-
tilvitnunum, skírskotunum til fræði-
rita eins og annála, Árbóka Espól-
íns, o. s. frv. Hvenær sem hann
talar í alvöru, þá notar hann hreint
sveitamál.
Október 1929