Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 161
ELLEFTA ÁRSÞING
127
Samþykt. Nefndin: Séra R. E. Kvaran,
séra Benjamín Kristjánsson, Hjálmar
'Gíslason.
S. H. frá Höfnum vakti máls á því,
hversu nauðsynlegt væri að fastanefnd
tæki það að sér að greiða fyrir og ann-
ast um, þjöðlega sýningarstarfsenii Is-
lendinga hér I álfu. Lagði til að málið
væri tekið á dagskrá, og forseta falið
að skipa nefnd til þess að íhuga það.
Rósm. Árnason studdi. Samþykt. Nefnd-
in: S. H. frá Höfnum, Mrs. Ólína Páls-
son, Mrs. Dorothea Peterson, Haukur
Sigbjörnsson, séra G. Árnason.
B. B. Olson tók þvinæst til máls um
minnisvarðamál Gimlibúa, og heit þeirra
í því sambandi frá árinu 1926. Taldi hann
bæði þeirra og annara hluta vegna æski-
legt, að Þjóðræknisfélagið gengist fyrir
allsherjarhátíð íslendinga á komandi
sumri, er halda skyldi að Gimli, til að
heiðra 1000 ára afmæli Álþingis.
Lagði til að málið yrði tekið á dagskrá.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson studdi tillög-
una, og mælti fastlega með því, að slik
hátíð yrði haldin á Gimli — “Þingvöllum
Vesturheims”. Tillagan samþykt. Séra
Guðm. Árnason lagði til að forseti skip-
aði 5 manna nefnd í málið . J. J. Bíldfell
studdi. Samþykt. Nefndin: B. B. Olson,
dr. Sig. Júl. Jóhannesson, séra Rúnólfur
Marteinsson, séra Sig. ólafsson og B.
Finnsson.
ÍJtgáfa ljóðahókar kom þá á dagskrá,
og las Stefán Einarsson svohljóðandi
nefndarálit:
Þingnefnd sú er kosin var til að íhuga
$350.00 lánveitingu til útgáfu kvers af
íslenzkum ljóðum, þýddum á ensku af
frú Jakobinu Johnson, leyfir sér að leggja
fyrir þingið eftirfarandi álit:
Þó að nefndinni blandist ekki hugur
um, að frú Jakobína Johnson hafi unnið
mikið og þarft verk i þjóðræknisþarfir,
efast hún um að lán til útgáfu þess
kvers, sem um ræðir, sé fýsilegt frá
fjárhagslegu sjónarmiði, þar sem ein
eða fleiri slíkar bækur verða á bóka-
markaðinum innan skamms. Eigi að
síður er nefndinni fjarri með þessu, að
leggja á móti nokkrum styrk, er þing-
ið sér sér fært að leggja fram til út-
gáfu þessa áminsta kvers.
B. Dalman.
Guðrún Friðriksson
Stefán Einarsson.
Áður en nefndarálitið yrði frekar af-
greitt, kom tillaga um að fresta fundi
til kl. 2 siðd. Samþykt.
Fundur var aftur settur samdægurs,
kl. 2 e. h. Samkvæmt tillögum dag-
skrárnefndar, lá embættismannakosning-
in fyrst fyrir til afgreiðslu.
Á. Eggertsson lagði til, og S. H. frá
Höfnum studdi, að séra Jónas A. Sig-
urðsson yrði endurkjörinn sem forseti
félagsins. Ari Magnússon útnefndi séra
Rúnólf Marteinsson, er baðst undanþeg-
inn. Mrs. C. F. Frederickson útnefndi
séra Ragnar E. Kvaran, en hann gaf
ekki kost á sér. Fleiri voru ekki út-
nefndir, og séra Jónas A. Sigurðsson
þannig kosinn forseti gagnsóknarlaust
og í einu hljóði.
Þá var séra Ragnar E. Kvaran út-
nefndur sem varaforseti af B. B. Olson.
Baðst séra R. E. Kvaran undan kosningu
og útnefndi séra Rúnólf Marteinsson.
Margir studdu. Eigi voru fleiri útnefnd
ir og séra R. Marteinsson kjörinn vara-
forseti í einu hljóði.
Á. Eggertsson útnefndi séra Ragnar E.
Kvaran sem skrifara. G. S. Friðriksson
studdi. Var þá lagt til og stutt (B. B.
Olson — Thorst. J. Gíslason) að útnefn-
ingum væri lokið — og séra Ragnar E.
Kvaran kjörinn skrifari í einu hljóði.
Séra Ragnar E. Kvaran útnefndi P.
S. Pálsson fyrir varaskrifara. Guðrún
Friðriksson studdi, Hjálmar Gíslason
útnefndi séra Jóhann P. Sólmundsson.
Séra R. Marteinsson studdi. Var P. S.
Pálsson kosinn með 237 atkv. gegn 27.
Þórður M. Bjarnason útnefndi Guðjón
S. Friðriksson sem fjármálaritara. Sig-
urbjörg Johnson studdi. Á. Eggertsson
útnefndi ölaf S. Thorgeirsson og Stefán
Einarsson studdi. Lagt til og stutt (sr.
Rúnólfur Marteinsson — B. Dalmann)
að útnefningum væri lokið. Samþykt.
Ö. S. Thorgeirsson kosinn með 209 at-
kvæðum gegn 68.