Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 3
Œtmartt
Þjóðræknisfélags Íslendinga
XVIII. Árgangur
Tilgangur félagsins er:
1. AÖ stuÖla aÖ því af fremsta megni að Islendingar
rnegi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í
Vesturheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga austan
hafs og vestan.
Þetta er sá félagsskapur meðal íslendinga í Vesturheimi,
er aðallega byggir á þjóðernislegum grundvelli og hvetja vill
þá til framsóknar og virðingar til jafns við þá þjóðflokka
aðra er þetta land byggja.
Hver einasti íslendingur í þessu landi ætti að vera í fé-
laginu. Ársgjald fyrir fullorðna er $1.00, unglinga frá 10
til 18 ára, 25 cent, börn innan 10 ára aldurs, 10 cent. Hver
skilvís félagsmaður, er greiðir $1.00 tillag, fær Tímarit fé-
lagsins ókeypis.
Markmið félagsins er, að vinna að framförum og sam-
heldni meðal íslendinga hér í álfu, og hjálpa til þess, að
unglingum gefist kostur á að læra íslenzku, eftir því sem
ástæður foreldranna kunna að leyfa.
Aðrar upplýsingar um félagið veitir “Félagsstjórnin,”
og má skrifa til hennar. Inngangseyrir og ársgjöld sendist
“Fjármálaritara,” en áskriftargjald að Tímaritinu “Skjala-
verði.”
Þjóðrœknisfélag Islendinga í Vestnrheimi
Winnipeg, Manitoba.
Bíla og eldsábyrgðir á niðursettu verði
Winnipeg Insurance Agency Ltd.
W. C. KING, ráðsmaöur
Skjót afgreiðsla á öllura skaðabótakröfum
202 KENSINGTON BLDG. TALSÍMl: 24 023
(á horni Portage Ave. og Smith St.)