Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 32
14
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
menn, sem eru guðhræddir og' sannsýnir og ástundunarsamir að fram-
fylgja lögum og rétti og landsins gagni, en Lögréttan afbiður útlenzka
sýslumenn hér í landi. ’71) Þessi orð Lögréttu liafa einnig að því leyti
þýðingu, að liún telur Noreg og Danmörku til útlanda, því auðvitað
vora engir sýslumenn sendir til Islands nema frá þessum löndum.
E'inveldið var innleitt á Lslandi árið 1662, ári seinna en í Danmörku,
og fór fram á ólöglegan liátt, með því að hyllingin í Kópavogi var fram-
kvæmd með liervaldi.2) Konungur liafði krafist þess af íslenzku þjóð-
inni, að hún sendi ákveðna tölu fulltrúa, er skyldi veita honum erfða-
hyllingu á Alþingi. Fulltrúi konungs kom ekki meðan Alþing stóð
yfir, og fóru því fulltrúarnir heim. Frá þessu er sagt í alþingisbók
1662; jafnframt því sem þar er haldið fram, að fulltrúamir séu bundnir
með eiði að fylgja erfðafestulögunum í hinni íslenzku lögbók, þar sem
mælt er fyrir um hver skuli vera konungur. Skömmu síðar kom þó full-
trúi konungs og sendi eftir hinum íslenzku fulltrúum. Þeir komu
saman í Kópavogi og sóru þar þ. 28, júlí erfðahyllingareiðinn; er þó
livergi í eiðnum vikið að “einræði og einvaldi. ” Eftir svardagann
lagði fulltrúi konungs fram skjal á dönsku, og krafðist þess af Islend-
ingum, að þeir skrifuðu undir það. En þeir liikuðu við, og skrifuðu
fyrst undir, þegar hermennii’nir slógu liring um þá og fulltrúi konungs
hafði lýst yfir því, að ekki sé liöfð í hyggju nein breyting á afstöðu
íslands, hvorki livað snerti löggjöf, stjórnarfar eða annað.
1 skjalinu, sem fulltrúarnir voru knúðir til að' undirskrifa stendur
m. a.: “Þar fyrir staðfestum og styrkjum vér honum allir og einhver til
samans með öðrum lians Majestatis trúum undirsátum með þessu voru
opna bréfi, háverðugri hans Majst. sem einum fullkomnum einvalds-
stjórnara og arfaherra hans arfrétt til Islands og þess undirliggjandi
insuler og eyja, sem og allan Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og
alt kongsvald, sem hans kongl. Majst. og lians Majst. skilgetnum lífs-
erfingjum og' skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum, svo lengi sem nokk-
ur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrnefndum act og giörn-
ingi, bæði af Danmerkur og Norvegs ríkis stéttum er gefið og eftir-
látið.”2)
Aftur á móti öðluðust konungslögin aldrei staðfestingu á Islandi,
og er það óvíst, hvort ísland taldist til þeirra landa, er þau tóku yfir.4)
Eftir að einveldið komst á, stóð bæði löggjöf og stjórnarfar alveg
óbreytt í nálega 20 ár. Hæstiréttur var stofnaður fyrir Danmörku
1661, en þar voru lieldur ekki íslenzk mál nefnd með einu orði, og leng'i
þar á eftir voru engin slík mál flutt þar.5) Arið 1682 lxafði íslendingur
einn kært nokkra háttsetta, íslenzka embættismenn. Þeir voru kallaðir
fyrir konung og hæstarétt í Danmörku. En hæstiréttur vísaði málinu
l)Ríkisréttindi, bls, 104. 2)Rikisréttindi, bls. 120. 3)Rfkisréttindi, bls. 146.
4)Sigur8sson, bls. 61. 5)Sigur8sson, bls. 60.