Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 38
20
Tímarit Þjóðrcelcnisfélags íslendinga
Sumarið 1908 var haldinn þingvallafundur og tóku þátt í lionum 92
fulltrúar af öllu landinu. Var þar samþykt ályktun, sem krafðist nýs
sáttmála við Danmörku, á eftirfarandi grundvelli: Island sem frjálst
sambandsland í persónusambandi við Danmörku. 1 ályktuninni, sem
auk annara, samin var af Bjarna Jónssyni frá Vogi og Einari Hjör-
leifssyni, var lögð áherzla á, að skilnaður væri óhjákvæmileg-ur, ef
kröfum þessum væri synjað og þar með hafnað hverskonar samningum
er skemra gengu.1)
Á þessum fundi vígði Bjarni Jónsson ennfremur nýjan fána lianda
fslandi — bláan með hvítum krossi — sem síðar var notaður á öllu Is-
landi, þótt Dannebrog væri hinn lögboðni fáni. Hvað þjóðréttarsam-
bönd fslands snerti, var auðvitað — frá réttarfarsleg-u sjónarmiði —
ekkert sem hindraði það, að konungur gjörði samninga, sem eingöngu
kæmu íslandi við, við erlend ríki. Og' í íslenzkum lögum frá 1879 um
vitagjöld skipa, var ákvörðun- sem gaf ráðherra fslands heimild til að
gjöra samninga við erlend ríki um greiðslu vitagjalda fvrir skip, sem
þaðan væru send á fiskiveiðar til stranda íslands.
Lög, sem Ríkisþingið samdi um lilutleysi Danmerkur í ófriði, náðu
ekki til íslands. Þegar um slíkt var að ræða var það venja, að ráðlierra
íslands legði samliljóða lög fyrir Alþingi sem þá urðu líka íslenzk lög.2)
Stjórnarskrárbarátta íslands var í fyrsta sinni rædd frá alþjóða-
legu sjónarmiði í riti mínu, “Islands staatsrechtliche Stellung,,> er út
kom 1 Berlín í árslok 19073), þar sem eg' liélt því fram, að ísland, frá
réttarfarslegu sjónarmiði, væri og hefði verið ríki í persónusambandi
við Danmörku og réttarstaða ríkjanna, hvors gagnvart öðru, hefði alt
af bygst á Gamla Sáttmála. Árið 1908 lögðu íslenzku nefndarmenn-
irnir þetta rit fyrir dansk-íslenzku nefndina. sem þá sat á fundi í Kaup-
mannahöfn og var því dreift út meðal allra nefndarmanna. Nokkrum
vikum síðar var rit eftir Dr. Knud Berlin, ritara danska nefndarhlutans,
lagt fvrir nefndina, þar sem m. a. var ráðist á skoðanir mínar. Eg kem
síðar að dansk-íslenzku nefndinni og samningum hennar og ákvörð-
unum.
f júlí 1907 fór Friðrik konungur 8., og' með lionum Haraldur prins,
danski forsætisráðherrann, annar danskur ráðlierra og 40 danskir
ríldsþingmenn, til íslands, í viðurkenningar skyni fvrir lieimsókn liinna
íslenzku Alþingismanna árið áður. Meðan konungur dvaldi á Islandi gaf
haníi út tilskipun, meðundirritaða af danska forsætisráðherranum, um
skipun dansk-íslenzkrar þingmannanefndar, sem semja skyldi frumvarp
um stjórnskipulega stöðu Islands. Nefndin var skipuð 20 þingmönnum,
1) Acta Isl. Lundb.. A. 1. bls. G3.
2) petta hefir Hafstein rfl.S5herra sagt mér. Acta Isl. Lundb. B., 1907, 4/5.
3) petta rit kom út án styrks frá Islandi e)5a nokkurstaðar annarstaðar frá, og kom Islandi
alveg á óvart. Eg nefni þetta vegna þess, að Danir héldu fram hinu gagnstæða.