Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 49
Fáorð minning Sigurðar JóKannssonar
Eftir J. Magnús Bjarnason.
1 fyrra liaust fékk Ólafur 0.
M agnússon í Wynyard loforð lijá
mér að skrifa nokkur minningar-
orð um vin lians og frænda, skáld-
ið Sigurð Jóhannsson, af því að eg'
hafði ofurlítið kynst honum (Sig-
nrði) og liaft við hann bréfaskifti
þrjú eða fjögur síðustu árin, sem
hann lifði. En nú, þegar til efnd-
anna kemur, finst mér að eg hafa
harla fátt til að segja, því að eg
veit mjög lítið um uppvaxtar-ár
lians og æfi lians meðan hann var
á kslandi. Eg' liefi að vísu hér við
liöndina nokkur kvæði eftir hann,
og- einnig liefi eg upphafið á æfi-
söguágripi því, sem Sigurður var
bvrjaður að skrifa, skömmu áður
en liann lézt; en þar segir ekkert
frá æfi lians eftir að liann var 15
ára gamall. Eg kyntist honum
nokkuð á árunum 1912—1914 vest-
nr í Yancouver í British Columbia.
Og' haustið 1922 kom hann til mín
hér í Elfros og' dvaldi hjá mér tvo
daga. Hann átti þá heima í Wyn-
yard. Og þrjú síðustu árin, sem
hann lifði, skrifaði hann mér við
og við. En þrátt fyrir það, er það
undur lítið, sem eg' veit um æfi
hans, ætt og uppruna.
Það var vestur á Kyrrahafs-
strönd, þann 10. marz 1912, að eg
sá Sigurð í fyrsta sinn. Hann átti
]>á heima í Burnaby, B.C., og bjó í
litlu húsi þar í hlíðinni. Þá var
hann kominn á sjötugsaldur, en ern
og hraustlegur að sjá, var þrek-
vaxinn, mikill um herðar og þykk-
ur undir hönd. Það var eittlivað
það við hann, fanst mér, sem minti
á norrænar hetjur til forna, eitt-
livað, sem var lireinskilið og
drengilegt, en jafnframt yfirlætis-
laust og viðfeldið. Viðmót lians
SIGURÐUR JÓHANNSSON
var aðlaðandi, og- mér varð undir
eins hlýtt til hans. Eg dvaldi í
liúsi hans nokkrar klukkustundir
og hlýddi á tal hans með mikilli at-
hvgli og aðdáun. Hann lét mig
lieyra nokkur smákvæði, sem hann
hafði þá nýlega ort, og hann bar
þau fram sérlega vel og áheyri-
lega. En mér virtist samt að rödd
hans lýsa mikilli viðkvæmni og
jafnvel angurværð. — Nokkru áð-
ur en eg kvaddi hann, snerist sam-
tal okkar um kvæði Steplians G.
Stephanssonar. Það var auðheyrt
að Sigurður var mjög hrifinn af
þeim. Hann kunni utanbókar
margar hringhendur eftir Stephan,