Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 51
Fáorð minning Sigurðar Jóhannssonar
33
fegurÖ og mikilleik náttúrunnar,
og fleira. En í öllum þessum ljóð-
um virðist mér hin þunga angur-
værðar og alvöru-undiralda gjöra
vart við sig. Og jafnframt kemur
það ávalt í ljós, í þessum kvæðum,
að Sigurður var sannur íslend-
ingur, og að liann hefir komið með
mikið og gott andans nesti frá ætt-
jörðinni, og að það nesti hefir enst
honum vel og- lengi — alt fram á
síðustu stund. Islendingur vildi
hann ávalt vera. Og hann segir í
einni vísunni:
“Þaö er í mér íslendingur
Ekkert sem aö drepiö getur,
Eitthvaö, sem hiö sama syngur
Sumar bæöi og kaldan vetur.”
1 kvæði, sem hann kallar “Ættar-
fylgjur, ’ ’ segir hann:
“Og frelsið—sá forfeðra-arfur—
Fylgdi mér vestur um haf
Og einurð mér alstaöar gaf,
Aö mæla með drenglyndi djarfur.
—Eg elska þig norræni arfur.”
Og í kvæðinu “Heim” er þetta
erindi:
. “Hin máttka tunga mér gaf orö
Að mynda brag,
Aö ríma saman súrt og sætt
Með sérstakt lag;
Því þenna arfinn Fróni frá
Eg flutti um haf;
Við allra þjóða óskirt mál
Það yndi gaf.”
Hann trúir því, að íslendings-eðlið
sé sigursælt, eins og hann tekur
fram í kvæðinu “Neistar úr norð-
austri”;
“Eg lærði: um órudda öræfa-braut
Með islenzkum manndómi sigrast hver
þraut.
Og enn lifir von mín með vængina brotna,
Að víðsýnið norræna fái að drotna,
En uppgerðarmælgin að þverra og þrotna.”
t kvæði, sem heitir “íslenzk list”
er þetta erindi:
“Og þvi skal eg svngja þér sönginn rninn
þann,
Er síðustu Hfsstundir gleði mér veitir:
Eg elska hvern listfengan íslenzkan mann,
Sem aðeins að hugsjóna-markinu þreytir,
Sem guðlegu listinni einni hér ann
Og aldrei að hámarki stefnunni breytir.”
1 mörgum af kvæðum Sigurðar
lýsir sér heit og sterk heimþrá.
Honum var að vísu mjög hlýtt til
Canada, en hann unni þó ættjörð
sinni meira og langaði ávalt lieim
aftur til átthaga sinna og bernsltu-
stöðvanna — Breiðafjarðardala.
En efnaliagur lians leyfði lionum
aldrei að takast ferð á hendur heim
til íslands. 0g því segir liann í
kvæðinu “Heim”:
“Eg sit hér fastur útlegð í
Við æfiþrot.”
1 “Minni íslands, ” sem hann orti
sumarið 1931, eru þessi vísuorð:
“Eg syng þér, ísland, öll min ljóð;
Eg elska þessa smáu þjóð I”
0g í hinu undurfagra lcvæði “Eg
leita” er þetta:
“Bíður mín og bíður
Blessað lóu-kvakið.
Blær með morgun-birtu
Bæn þá hefir vakið:
Að eg mætti aftur
Einu sinni heyra
Söng, er gleði gefur.—
Guð mun bæn þá heyra:
Að eg megi aftur
Upp hjá fossi sitja;
Aðeins einu sinni
Átthaganna vitja.”
Samt kannast Sig-urður við það,
í kvæðinu “Styztur dagur,” að
liann liafi á stundum átt erfiða
daga á ættjörðinni, einkum á æsku-
árunum:
“Eg stóö yfir fé um styztan dag
í stormi á feðra-grund,
Og vindurinn söng mér sorgarlag;
Eg sviftur var vinar-mund;
Því móðurlaus heima man eg jól,