Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 61
ísland á krossgötum
43
ir hlustendum fjölgað svo mjög, að
nú standa íslendingar í allra
t'remstu röð menningarþjóða, að
því er við kemur fjölda útvarps-
notenda. Þess var nýlega getið
opinberlega, að í einni íslenzkri
sveit væri viðtæki á 90 af hundrað
bæjum. — Það er mun örðugra að
láta kvikmyndirnar ná til allra
landsmanna; þó er svo komið, að
margir stærstu kaupstaðirnir hafa
reglubundnar sýningar. Myndirn-
ar eru talmyndir, og málin, sem
notuð eru, enska, þýzka, danska,
sænska eða norska, og jafnvel
franska. Auðvitað eru kvikmynd-
ir þar sem annarsstaðar misjafnar
að gæðum, en eg fullyrði hiklaust,
að fslendingar fylgist vel með því,
sem út kemur af góðum myndum,
og enginn þarf að óttast, að menn
niissi af því bezta, sem fram kemur
innan þessarar listgreinar, við það
að eiga lieima á Islandi. Eg liefi
veitt því athygli, að margar ágæt-
nstu myndirnar eru fyr á ferðiuni
á Islandi en í smábæjum Canada.
Auk þess njóta fslendingar þess
fram yfir Canadabúa, að þeir
kynnast framleiðslu fleiri landa.
Sænskar og danskar kvikmyndir
eru án efa með því bezta, sem sett
er á tjaldið, en hér munu menn
tæplega eiga þess kost að sjá þær.
Aftur á móti eru þær mjög algeng-
nr á fslandi. í sjálfu sér er engin
ástæða til að lasta það, þó að út-
varp og kvikmyndir ryðji sér til
rúms. En einn galla hefir þetta
hvorttveggja. Þeir, s-em njóta þess,
eru aðgjörðarlitlir eða aðgjörða-
fausir áhorfendur eða hlust-
endur. Það sýnist fara stöðugt i
vöxt víðs vegar um heiminn, að
fjoldinn sækist eftir þeim skemt-
unum, sem eru fyrirhafnarlitlar
og utan við liið raunverulega at-
hafnalíf. Þátttaka í þess orðs eig-
inlegu merkingu verður minni og
minni. Menn vilja láta syngja
fyrir sig, hoppa og stökkva fyrir
sig, glíma fyrir sig, róa á sjó eða
fara á skautum fyrir sig, ef ekki
annarsstaðar, þá á leikhústjaldi
eða í útvarpstæki. Reynsla hins
frjálsa lífs í sambúð við náttúruna
eða fyrir eigið bóknám kemur þá
ekki lengur til greina. — Þessa
verður engu síður vart í hinum
fjölmennari kaupstöðum fslands
en annarsstaðar á hnettinum.
3. Yfirvofandi hœttw.
Eg hefi nú lýst því, í hverju hin-
ar helzt.u þjóðlífsbreytingar liafa
verið fólgnar. Eins og geta má
nærri, eru ekki enn komin fram
þau áhrif, sem þessar breytingar
liafa á þjóðarsálina sjálfa. Ef til
vill verður enn all-langt til þeirrar
stundar. að vér sjáum, hvað karl-
inn tekur með sér af krossgötun-
um.
Engum vafa er það undirorpið,
að ýmsar hættur eru yfirvofandi,
og sumra þeirra hefir þegar orðið
vart. En áður en eg tek mér fyr-
'ir hendur að lýsa þeim, vil eg,
vegna ókunnugra lesenda, taka
tvent fram. 1 fyrsta lagi, að þegar
eg tala um þessar hættur í menn-
ingarlegu tilliti, er eg þar ekki að
lýsa því ástandi, sem er á landinu,
heldur því, sem mundi verða, ef
ekkert væri að gjört. 1 öðru lagi
eru þessar liættur engan veginn
sérkennilegar fyrir Island. Þvert
á móti eru þær yfirleitt miklu meir
áberandi í öðrum löndum. Sá
vandi, sem liggur fyrir núlifandi