Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 63
ísland á krossgötum
45
ar en hitt. Sjómaðurinn veit
aldrei, hvenær hann á frístundir
sínar. Stundum fer hann til starfa
á nóttunni, stundum á daginn, eftir
því, livernig stendur á straumi eða
veðri.
En það eru fleiri hættur fram-
andan en deyfð sveitanna og los
kaupstaðanna. Sveitamenningunni
gömlu fylgir fræðsla í fáum grein-
um, en í þeim greinum, svo sem
sögu og ættvísi, nrðu margir al-
þýðumenn -stórlærðir. Þeir tóku
viðfangsefnin djnpum og rækileg-
um tökum. Mér hafa verið sögð
dæmi þess að strang-fræðileg
vandamál voru tekin til nákvæmr-
ar meðferðar í samtali heimilis-
fólksins á afskektum sveitabæ. —
Sjálfur kom eg einu sinni á bæ, þar
sem húsmóðirin talaði um helztu
fræðimenn þjóðarinnar, eins og
það væru kunningjar hennar, sem
befðu spjallað við hana um vísindi
sín. Sjáif bar hún saman skoðanir
þeirra, og sagði hiklaust, hvar hún
béldi að þeir hefðn rangt fyrir sér,
og hvar rétt. Og það var auð-
beyrt, að henni datt ekki í hug, að
það væri neitt mikilfenglegt við
það, þó að óskólagengin alþýðu-
kona gæti gagnrýnt orð fræði-
uianna, eða veitt þeim sjálfstæða
athugun. — Það er hætt við að
þessi djúphygli eigi erfiðara upp-
dráttar meðal alþýðu manna við
bin nýrri uppeldisskilyrði Kvik-
luyndirnar og' útvarpið koma víða
við, en livorugt gengur eins ræki-
lega frá verkefnunum eins og
vönduð bók, sem er lesin og rædd.
Kaupstaðalífinu fylgja fjölbreytt-
ari skemtanir og f jölbreyttari
kynning- af einu og öðru. Þetta hef-
lr sína kosti, en alvarlega hættan
liggur í því, að þeirri menningu
fylgi meiri yfirborðsmentun en
hinni eldri. Menn gefa sér heldur
ekki ró eða næði til að sökkva sér
niður í sjálfstæða athugun livers
og eins. Aif því leiðir, að menn
venjast á að byggja skoðanir sínar
frekar á skjótum dutlum tilfinn-
inganna lieldur en skynsamlegri
íhugun, og fara eftir áeggjan mál-
óðra leiðtoga frekar en sjálfs sín
mati. Er þá opin leið fyrir múg-
ræði fjöldans annars vegar en al-
ræði flokksins hins vegar. Hingað
til hafa Islendingar verið lausir
við þetta, en því ber ekki að leyna,
að hættan er fyrir dyrum á íslandi
sem annarsstaðar, með stækkun
kaupstaða eða borga. T. d. hefir
lítilsháttar tilraun verið gjörð í
Reykjavík til þess að fá menn til
að ganga undir merki einræðis-
flokka, m. ö. o. að fá fjöldann ti!
að meta meir hið blinda fylgi við
flokk eða leiðtoga en sjáandi sam-
tök um giftusamleg' málefni.
Þá er ein liættan enn framundan,
sem nefna mætti “kapplilaupið um
flotið.” Sök karlsins á krossgöt-
unum var í raun og veru ekki í því
fólgin, að hann mat flotið mikils,
heldur að hann var evo áfjáður í
það, að liann gáði einskis annars,
þó að í boði væru djásn og gersem-
ar, er voru enn dýrari. Hann beið
þess ekki, að nóttin liði til enda,
áður en liann kvað upp dóminn um
það, hvað væri mest virði af því,
sem að var boðið. Sama hættan
er á ferðinni, þegar snöggar breyt-
ingar verða í atvinnulífi þjóða, og
fjölbreytni verður meiri í störfum
þeim, er stunduð eru. Eftirsóknin
eftir því, sem menn halda að gefi
af sér peninga í aðra hönd þegar