Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 74
56
Tímarit Þjóðræhnisfélags Islendinga
víkinga, greinar um embættismenn
og eftirlaun, greinar um kirkju og
klerka, trúarbrögð, skólamál, leik-
fimi, greinar um menningarmál
yfirleitt, dularfull fyrirbrigði,
greinar um skáldskap og skálda-
styrk, greinar um bækur og rit-
dóma, jafnvel orðskýringar. Og
er hér lang't frá því alt upptalið. í
tímaritsgreinum hans er skerfur-
inn drýgri til bókmentagagnrýni,
bæði að fornu og nýju, og mann-
lýsinga, þannig hefir hann ritað
eigi færri en þrjár greinar um
Stephan G. Stephansson, uppá-
haldsskáld sitt, tvær um Þorgils
gjallanda og eina eða tvær um
Hannes Hafstein, uppáhaldshöfð-
ingja sinn.
Eg get hér að lokum helztu
greina, sem birzt liafa um Guð-
mund í blöðum og tímaritum að
því er eg veit til.
í blöðum:
“G. Fr.” eftir Kára, Dagskrá 4. apr. 1897.
“G. Fr.” meö mynd, Fjattkonan 12. jan.
1899.
“M'álkyngisskáld” eftir Matthías Jochums-
son, Norffri 23. júní 1908.
“Fundiö gull noröur í Sandi “eftir M.
Joch. Gjallarhorn 26. maí 1911.
“G. Fr.” meö mynd, Lögrétta 15. sept.
1925.
“G. Fr. sextugur” (24. nó. 1929) Dagur
24. okt., íslendingur 25. okt., Vörðnr 26.
okt., Stormur 29. okt., Lögrétta 30. okt.,
ísafold 5. nóv., Vestnrland 5. nóv. 1929.
1 tímaritum:
“G. Fr.” með mynd, Sunnanfari 1902, 10:
33-34.
“Sandsbræður, Gúðmundur og Sigurjón
Friðjónssynir” með mynd, Óffinn 1907,
3:40-41.
“Guðmundur Friðjónsson. Talað fyrir
minni hans í samsæti í Reykjavík 21.
júní 1918,” eftir Guðmund Finnbogason,
Óffinn 1918, 14:38-39.
“G. Fr.” eftir Guðm. Finnbogason (bezta
greinin), Vaka 1929, 3:129-160.
“Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Aðal-
námsritgerð” eftir Braga Sigurjónsson,
Arsrit Laugaskóla 1929, 4:32-63.
II.
Sögur þær, er Guðmuudur ritaði
fyrir aldamót, eru flestar ádeilu-
kendar í samræmi við tíðaranda
raunsæisstefnunnar. 1 þeim veit-
ist hann að kirkju og klerkum, em-
bættismönnum og Alþingi fyrir
framfarabauk þess og loftkastala,
eins og t. d. háskólamálið. 1 sjálf-
stæðismálinu snýst hann á sveif
með Valtý, er vildi taka því er
Danir buðu bezt til þess að geta
snúið kröftum þings og stjórnar að
verkefnum í landinu sjálfu. Eftir
1904 verður liann svo heimastjórn-
armaður, uppkastsmaður, o. s. frv.,
ávalt í íhaldsflokki, ekki af því að
lionum sé ekki kært þjóðlegt sjálf-
stæði, heldur af því, að honum
virtist það bygt á sandi, þar sem
það var ekki reist á traustu efna-
legu og menningarlegu sjálfstæði
einstaklinganna, en á það þótti
honum og mun enn þykja, mikið
skorta.
Raunsæisstefnan vakti hann til
gagnrýni á sumum kenningum
kirkjunnar, t. d. helvítiskenning-
unni, þar með fylgdu efasemdir
um kristna trú yfirleitt. Þó les
hann Pálspostillu með ánægju og
ber lotningu fyrir kenningu Krists
um bræðralag mannanna. Við
klerka, sem prédika orðið en breyta
gegn því, hatast hann, og biskup-
inn vill hann skera niður eins og
raunar fleiri hálauna embættis-
mennina, t. d. amtmennina. Bónd-
inn sér í þennan kostnað allan.