Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 82
64
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
sagna, og leggur þær út eins og
prestur guðspjall. 1 síðustu bók
hans eru enn líkingafullar sögur
eins og “ Fífukveikurinn, ” um
litlu stúlkuna, sem unir við prjóna
og fífutýru í tíu vikur, meðan fað-
ir hennar liggur dauður í út-hýsi,
þar til fólk, sem rennur á ljósið,
kemur henni til hjargar. 1 þessu
æfintýri sér hann örlög ísle-nzku
þjóðarinnar speglast. Iiins vegar
er “Augnablik” 1934 um liinn
frelsandi mátt konunnar, þar sem
hún vísar unglingnum til vegar í
borginni með kaþólska kirkju á
aðra hönd, en kommúnisma á hina.
Þess kennir og, einkum í ritgjörð-
um sem Guðmundur liefir skrifað
síðustu tvo áratugina, að ást hans
á rómantík fornaldarinnar hefir
færst í aukana, ást ekki sízt á þeim
þáttum hennar, sem vita að glæsi-
mensku og höfðingsskap. Þetta er
ljóst af greinum eins og “Inni í
blámóðu aldanna’ ’ 1923, “Lófa-
gull” 1932 og greinunum um
“ Höfðingshátt í ræðu, riti og at-
höfn” 1928 og “Lífsgleði og höfð-
ingshátt Hannesar Hafsteins”
1931 (1932).26) Mér er grunur á,
að í þessum greinum kenni áhrifa
Sigurðar Nordals, sem eftir 1918
vann að því allra manna bezt að
skýra glæsileik fornaldarinnar og
mátt hinnar þjóðlegu taugar fyrir
Islendingnm. Varð honum svo vel
ágengt, að mönnum þótti sem hann
lyki upp nýjum sjónarheimum til
alþýðunnar og fornaldarinnar.
Enda snerist Guðmundur á sveif
með Nordal í deilu hans við þá
Kvarans feðga, svo sem greinarn-
26)Tímarit pjóörœknisfél. 5:36-51; Skirnii
106:24 32; Tím. pjóör. 10:17-33; Tim. pjóör.
13:89-100 og Stefnir 4:3-13.
ar “Viðnám, ekki flótti” 1929 og
“ Vopnaviðskifti” 1930 sýna.27)
Gjörist hann þar að sjálfsögðu
landvarnarmaður hins þjóðlega,
eins og hann hefir ávalt verið. A
hi-nn bóginn er þess vart að dylj-
ast, að í sögum Guðmundar um
smælingjana, einkum konurnar,
séu áhrif frá mannúðaranda nýju
guðfræðinnar og erlendra og inn-
lendra liöfunda (Mrs. Humphry
Ward, E. H. Kvaran) frá alda-
mótunum.
En svo aftur sé liorfið að við-
horfi Guðmundar til fornsagnanna,
þá er rétt að geta þess, að langt er
frá því, að hann bindi aðdáun ,sína
við hinar eiginlegu Islendingasög'-
ur einar. Má sjá að hann ann eigi
síður hinum rómantísku fornald-
ar og lygasögum, og það jafnvel
hreinustu helgisögum, eins og
Eiríks sögu víðförla, fyrir líking-
ar þeirra, æfintýra-auð og mál-
skrúð.
Stíll Guðmundar ber merki þess
alls sem hann unni; Islendingasög-
ur, fornaldar- og lygisögur og dag-
legt umhverfi, alt þetta speglast í
honum. En fyrst og fremst er
hann þó mótaður af skapgerð
skáldsins, hinni heitu lýrisku æð,
hinu snögga viðbragði hans til
gremju eða aðdáunar, og þörfinni
að tala í myndum og líkingum.
Ást Guðmundar á stíl Islend-
ingasagna hefir hann tjáð í grein-
inni “Mergur málsins.”28) Bend-
ir liann þar á orðfæð þeirra, og
kjarnyrði og undrast óhlutdrægni
frásagnarinnar. Þó má líka hér
sjá, að honum þykir ekki minna um
27)Vofca 3:70-80; Stefnir 2:233-248.
28jóðinn 1906 1:97-98, 2:10-11, 22-23.