Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 83
Frá Guðmnndi Friðjónssyni og sögum hans 65 vert hinn lærða stíl, t. d. í Fóst- hrœðra sögu, en hinn eiginlega einfalda og rannsæa sögustíl. Kjamorður hefir stíll (tuðmund- ar ávalt verið, en stuttorður ekki. Sterkur hefir þessi stíll hans ver- ið, en stundum nokkuð þunglama- legur. 0g loks hefir hann verið þrunginn af myndum og líkingum, sem oft, einkum fyrri á árum, urðu fáránlegar, mest vegna þess að höfundur sótti myndirnar engu síður í óheflaðan heim hversdags- lífsins en í hinar virðulegu verald- ir bóka og skáldskapar. Því var honum löngum brugðið um sér- vizku og tilgjörð í máli. Sérvizk- una má til sanns vegar færa, en naumast tilgjörðina. Því þetta geirneglda mynda- og líkingamál Gruðmundar var honum eiginlegt. Þar fæddi livert orð annað, jafnvel án þeirrar umleitunar, sem Háva- mál tala um‘ Orð mér af orði orðs leitaði.” Ivannske er það þó ofmælt, að skáldið hafi ekkert þurft fyrir þessu að hafa. Því kjarnann í stíl Guðmundar er vissulega að finna í viðleitni hans til yngingar og ný- sköpunar fornra eða algengra orða og talshátta. Undir atriðum anda hans klofna þessar fornu eða hversdagslegu eindir og geisla frá sér nýjum merkingum lilöðnum einkennilegu lífi. Uæmi þessa er t. d. greinarheit- ið “Mergur málsins.” Allir vita að “mergurinn málsins” er aðal- atriði eða kjami hvers máls. En Guðmundur talar hér um “merg máls” Islendinga sagna, sem sér þyki nú orðið mesta sælgætið. Með ofurlítilli breytingu dregur hann talsháttinn á ný niður í hlut- rænt umhverfi og ljær honum þannig nýja merkingu. Alment er sagt, að “alt detti í dúnalogn,” en (fuðmundur lætur mann detta í dúnalogn svefnsins. “Stafkarlar” voru til forna beiningamenn, en Guðmundur kallar gangnamenn á öræfaleið stafkarla. Enginn kann sem Guðmundur að lýsa liinum kalda eldi á heiðríkum vetrardög- um, þegar glóðarauga sólarinnar brennur í miðjum kuldageimnum, en það er ekki örgrant um, að slík- ar lýsingar á blessaðri sólinni gefi sumum lesendum glóðarauga. Af sama toga spunnin er meðferð hans á örnefnum, sem hann ann svo mjög, að hann hefir skrifað heila grein um þau,29) auk þess sem liann notar þau að jafnaði í kvæðum sínum. Slær hann úr þessari máðu og takmörlcuðu mynt nýja peninga með skýrum mynd- um og ótakmörkuðu gengi í lieimi skáldskaparins. Yfirleitt eru kvæðin mörkuð sömu einkennunum eins og stíll hins sundurlausa máls. Hefir Guðmundur Finnbogason fallega bent á það í Fö/ra-greininni, þar sem hann tekur upp erindið “Svefnlítil .sauma Gefn” úr kvæð- inu “Haustmerki.” “Hér leikur svo að kalla hvert orð á marga strengi,” segir hann, og það með sönnu. Forn dróttkvæði og marg- rödduð hljómlist Baclis eiga margt sameiginlegt um form, en í sama farveg fellur mikið af orðlist bóndans á Sandi. Þess skal að lokum getið, að á síðari árum hefir hann lagt meira upp úr hófsemi og höfðingsskap í 29)Tímarit pjóðrœknisfél. 1930, 12:98-105.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.