Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 84
66
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
stíl en hann gjörði á yngri árum.
Má einnig hér sjá þau áhrif frá
Sigurði Nordal, sem áður er um
getið.
S m á s ö g u r Gruðmundar, ekki
teknar í söfn hans:
“Vorfölvi og haustgrænka,” Sögusafn
bjóðólfs 1895, 8:35-42.
“Sigrún,” Eimreiffin 1896, 2:31-38.
“Rjúpan lapparbrotna,” Dýravinurínn
1897, 7:30-32.
“Á auðninni,” Sunnanfari 1897, 6:54-57.
“Kvöldskemtun,” j. st. 1897, 6:80-83.
“Konan kemur í mannheim,” Eitnreiðin
1897, 3 :193-199.
“Vor,” í. st. 1899, 5:129-142.
“Vísitazía,” Svafa 1900, 4:245-267, 292-
329.
“Dóttir mín,” Eimreiðin 1900, 6:35-40.
“Svanirnir—sumargestir minir,” Dýravin-
urinn 1901, 9:39-42.
“Dæmisaga,” Sunnanfari 1901, 9:54-56.
“Þáttur af Þorbrandi í Höfða og Hreiðari
í Vilpu,” j. st. 1901, 9:74-76, 82-84.
“Sólskríkjan” í. st. 1902, 10 :6-7, 10-12, og
Dýravinurinn 1903, 10:22-25.
“Fuglar á þingi,” Sunnanfari 1902, 10:
44-46.
“Systir mín,” Ehnreiðin 1902, 8:133-144.
“Sunnudagur á slætti,” Óðinn 1906, 2:87-
88, 90-91.
“Eins og maðurinn sáir,” Dýravinurinn
1909, 13:41-44.
“Sögur,” s. st. 1914,15 :13-18.
“Gæsirnar á Sílalæk,” s. st. 1916, 16:60.
“Jólin í sveit fyrrum og nú,” Jólagjöfin
1921, 5:58-62.
“Á aðfangadagskvöld,” Æ,shan, jólablað
1924, bls. 98-103.
“Lauf úr landi minninganna,” Tímarit
bjóðræknisfél. 1925, 7:29-33.
Ávarp Fjallkonunnar
Heil og sæl að heillamóti!
Hér sé glaðst að sumarblóti;
ungir gamlir — allir njóti
íslendingadags á ný.
Yfir hópinn augum renni,
ættarmót og svipinn kenni:
gáfu-konur, göfugmenni;
gæfa fslands réði því.—
Réði og ennþá ræður því.
Hjartkær sonur, hugljúf dóttir.
hvar sem þú að marki sóttir,
hátt á loft þú hefja þóttir
hreinan fána minn og þinn.
Eg er stolt af störfum þínum,
stækka sjálf af vexti þínum;
eg á hlut í heiðri þínum;
hagur þinn er einnig minn.—
Himininn blessi hópinn minn.
Eg er drotning dala þinna,
draumagyðja fjalla þinna;
eg er ímynd allra þinna
óska — hvar sem dvelur þú.
Eg er andi æðstu Ragna,
innri túlkur helgra sagna;
eilif rödd, sem aldrei þagnar—
aldrei, hvert sem villist þú.—
Vona að aldrei villist þú.
Eg hjá þinni vöggu vaki
vörður trúr að ekkert saki,
verndar kross að brjósti og baki
ber, ef hættur ógna þér.
Yfir hinstu hvílu þinni,
hvar sem slítur æfi þinni
planta eg hljótt með hendi minni
heilög blóm, sem enginn sér.—
Enginn nema sál mín sér.
Sig. Júl. Jóhanncsson.