Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 85
Á fornum átöðvum
Eftir Arnrúnu frá FelH.
Goðafoss lagðist Tið bryggjuna
með morgunflóðinu. Já, nú liöfðu
þeir komið sér upp bryggju á
Stafnfirði, en að öðru leyti virtist
þorpið furðulítið breytt frá því
Jóií Sveinsbúð reri með liann út í
“Vestu” gömlu, snemma vors
1908. Ójú, þegar hann gáði betur
að: austurendi fiskreita Möllers
verzlunar var kominn undir íbúð-
arliús, og yfir búðardyrum gamla
mannsins, gaf að líta: “Verzlun
Isafoldarfélagsins, ’ ’ — sem, að
sögn, var dönsk eign. Hann brosti.
Grikkir í Bandaríkjunum nefndu
venjulega greiSasölustaði sína
“Ameiúcan Restaurant.” — —
Skyldi nokkurt af Nausta-kotun-
am vera uppistandandi ?-----------
Ölafsbúð, Gunnarsbúð, Sveinsbúð.
Hann kom alla leið frá Ameríku
til að sjá Ólafsbúð. Var hugsan-
legt að liún væri enn við líÖi, jafn
hrörleg og hún var fyrir tuttugu
árum síðanf Hann beindi sjónauk-
anum í áttina til Naustanna. Nei!
stóð hún ekki þarna ein eftir! ESa
var það Sveinsbúð? Nei, það var
“hreiðrið” þeirra, eins og Lína
kallaði það. Lína-------aumingja
litla Lína.
Mundi nokkur af vinum hans í
Berwick geta trúað því, að hann
hefði átt heima í þessu moldar-
hreysi? Satt var það samt. Meir
að segja hátt á fimta ár. Og þó
kúgan væri aðeins sextíu krónur á
ári, þá var fullerfitt að standa í
skilum.
Óttalega hafði hann nú verið fá-
tækur þá. — Tvítugur piltur, sem
einsetti sér að verða skipstjóri, og
þegar stundir liðu fram, útgjörðar-
maður! Þá átti hann lítið annað
en fötin, sem hann stóð í, og —
Línu. Jú, hann varð skipstjóri, og
síðar útgjörðarmaður — í Banda-
ríkjunum. Loftkastalarnir, sem
liann reisti sér á Stafnfirði, íklædd-
ust efninu á annari grund.-------
Fjarska var hann nú oft óþolin-
móður og' óánægður í þann tíð.
Öllum jafnöldrum hans sýndist
ganga betur enn honum: Jón frá
Lóni, sem komið hafði ári áður en
liann, til Stafnf jarðar, átti lilut í
bát, og bjó uppi á loftinu hjá
tengdaföður sínum. Mundi frá
Meiðastöðum fór á hverja skemtun
sem lialdin var í Templarahúsinu.
En þau Lína voru svo fátæk að
þau fyrirurðu sig að fara. til
kirkju.
Hann liafði alist upp á sveit. —
Flækst stað úr stað þar til eftir
fermingu. Fimtán ára þegar hann
kom til síra Ilalldórs á Hofi. Verið
þar fjögur ár. Prestur veitt hon-
um tilsögn í reikmngi og dönsku,
lánað honum landafræði, leiðbeint
honum lítilsháttar í stjörnufræði,
og sagt honum að hann væri
mannsefni. A Hofi kyntist hann
Línu, sem gætti bama presthjón-
anna.-----Lína var undur blíÖ og
góð; fyrsta manneskjan sem hafði
látið vel að honum. Hún var lag-
leg stúlka, dökk á brún og brá, lítil
og' grönn. En greind var hún ekki,
og leit varla í bók. Út í það liafði