Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 94
76
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
ferma sig. Við urðum heldur
fljótari að ferma, því við liöfðnm
minni vörur þar> því Björn ætlaði
að bæta á skipið á Akranesi. Svo
Björn segir við okkur að við skul-
um leggja af stað, því liitt skipið
nái okkur fljótt, því það sé miklu
betra gangskip. Ekki stóð á Mörtu;
hún kom strax niður á bryggjuna
og beið þar eftir okkur. Þegar að
við vorum komnir út á miðja höfn-
ina kom vindlmða, svo Björn seg-
ir mér að setja út framseglið. Svo
kom hver vindhviðan eftir aðra,
þar til að við vorum komnir rétt út
fyrir Effersey, þá skóf sjóinn.
Þegar að' aðal vindurinn var að
renna á segir Björn austurrríms-
manninum að hafa lausa klóna á
seglinu, ef að þyrfti að gefa úr því
á meðan mesta hviðan gengi hjá;
en alt, fyrir það reif vindhviðan
seglið frá straukló upp í topp, svo
Björn segir okkur Þorbergi, því
við vorum fram í menn, að reyna
að gjöra einhvern poka úr seglinu
og spenna það út frá mastrinu,
taka, fokkuna og spenna hana út
hins yegar við mastrið og vera
fljótir að því, til að fá gang á skip-
ið, svo annar okkar tók fokkuna
en hinn seglið og ])að tók okkur
ekki meir en mínútu að koma því
svona fyrir. Skipið tók fljótt
skrið, því vindurinn var rétt á eft-
ir. Það tók okkur einn og hálfan
klukkutíma frá bryggjunni í
Reykjavík og inn í vörina í Lamb-
húsum á Skipaskaga, það var talið
að vera hátt á fimtu mílu danska.
Það var logn í vörinni, svo við lét-
um skipið fljóta. Við héldum að
hitt skipið hefði hætt við að fara
þegar rokið kom svona mikið, úr
því að við sáum ekki til þess á leið-
inni, en nokkru eftir að við kom-
um sjáum við hvar það kemur og
lenti í sömu vör.
Svo fóru þeir formennirnir að
tala saman og' Björn segir Bunólfi
hvernig að rokið liefði farið með
seglið hjá sér þegar það rann á.
“ Já,” segir Runólfur, “við sáum
þegar seglið fór niður. Við héldum
þá að þú værir að láta rifa það, við
vorum þá að enda við að hlaða
skipið. Það hvítskóf höfnina. þegar
það rann á, svo eg sagði við pilta
að við skyldum bíða við svolítið,
til að' láta. sjóinn og vindinn jafna
sig áður en við legðum af stað; því
urðum við þetta á eftir þér.” Þá
segir Björn við Runólf: (<Við
verðum að' bera af skipunum, því
maður getur ekki farið iiéðan fyr
en á morgun, til að hafa kvöld-
flóðið inn fjörðinn, ef að' veðrið
levfir manni það. ” Runólfur segir
það sé bezt að gjöra það, því það
sé ekki hæg't að liafa skipin svona,
nema það væri vakað yfir þeim;
svo það verður úr að við berum af
])eim. Við fengur tómt pakkhús
til að bera inn í, hjá öð'rum bónd-
anum í Lambhúsum, ekki man eg
fyrir víst hjá hvorum þeirra. Þeir
voru þá bændur þar Giuðmundur
Guðmundsson og Níels Magnús-
son.
Eftir að við vorum búnir að bera
af skipunum og setja þau upp fóru
allir til sinna útréttinga, sem eitt-
livað höfðu að gjöra, til að vera til-
búnir fyrir morgundaginn, ef leiði
yrði. Björn, Runólfur og eg gist-
um á Bakka um nóttina, hjá Jóni
og' Grunnhildi, ]>ví þau voru okkar
góðkunningjar og höfðu nóg hús-
pláss, því þá fyrir stuttu var búið
að byggja þar stórt timburhús.