Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 115
Aldarfjórðungsafmæli Háskóla íslands
97
mun hún kosta nálægt einni miljón
króna. Hefir prófessor GuSjón
Samuelsson, húsameistari ríkisins,
sem mjög liefir veriÖ áhugasamur
um byggingarmál liáskólans, gjört
teikningu að byggingunni, og þyk-
ir hún prýðileg bæði að ásýndum
og' innra skipulagi. 1 hátíðarræðu
sinni á aldarfjórðungsafmæli há-
skólans lýsir dr. Alexander Jó-
hannesson liinni fyrirhuguðu
byggingu hans þannig:
‘ ‘ Háskólabyggingin verður veg-
legasta hús landsins. Þar verður
húsrúm fyrir bókasafn, 150-200
iþús. bindi, lestrarsalur fyrir 32,
kirkja fyrir guðfræðideild, alt að
12 kenslustofur, hátíðasalur fyrir
300 manns, er notaður verður
einnig fyrir fyrirlestra, vinnulier-
bergi fy rir 19 kennara, bókbands-
vinnustofa fyrir bókasafnið, og
þar verður nægilegt rúm til þess
að koma fyrir bæði fyrirhugaðri
kennaradeild og verzlunardeild.
Er g'jört ráð fyrir sérstöku bóka-
safni handa kennaradeildinni, er
rúrni 20,000 bindi, og fær kennara-
deildin sérstakt lestrarlierbergi í
sambandi við safnið, þar sem 24
nemendur geta lesið. Þar að auki
verður þar sálfræðirannsóknar-
stofa og stór teiknisalur. Munu
verða í byggingunni um 100 her-
bergi, að með'töldum snyrtiher-
bergjum, en án ganga. ” (Vísir, 1.
desember, 1936, bls. 3).
Þá mun mönnum þykja fróðlegt
nð lesa álit eins hins fremsta
sænska mentamanns um íslenzku
háskólabygginguna. Prófessor
Sven Tunberg, rektor háskólans í
Stokkhólmi, er var á fslandi í fyrra
sumar, fórust svo orð um hana:
“Fyrst vil eg láta í ljósi ánæg'ju
mína yfir því hve staður sá, sem
liáskólanum er ætlaður, er heppi-
legur. Aðalbygginguna lýst mér
mjög vel á, og sýnir hún vel livað
nútíma húsameistarar geta gjört
án þess að elta tízkuna. Takið eftir
miðhluta byggingarinnar, hversu
kröftug hún er og djarft formuð,
og sjáið hversu vel það fer á þess-
ari stóru byggingu.” Ennfremur
áleit Prófessoi' Tunberg, að “inn-
rétting hinnar nýju, hugsuðu há-
skólabyggingar sé mjög liaganleg'. ’ ’
(Nýja Dagblaðið, 9. júlí 1936).
Skylt er að geta þess, að í bygg-
ingarnefnd liáskólans, eru, auk dr.
Alexandei' Jóhannessonar, sem er
formaður hennar, þessir prófess-
orar: dr. Magnús Jónsson, Guð-
mundur Hannesson, Ólafur Lárus-
son, og dr. Sigurður Nordal. Og
til þess að öllum sé g'jört sem rétt-
ast til af þeim, sem átt liafa hlut
að því, að háskólabyggingin mun
liú komast upp á næstunni, vil eg
taka upp eftirfaxandi kafla úr of-
annefndri ræðu dr. Alexanders Jó-
hannessonar, og er liann þeim mál-
um manna kunnugastur:
“Það var mikið lán fyrir liáskól-
ann, að liappdrættislögin voru
samþykt á Alþingi 1933. Eg vil
snöggvast dvelja við þann atburð.
Ríkisstjórnin liafði flutt og feng'ið
samþykt frv. um, að reisa skyldi
liáskóla á árunum 1934-40, er fé
væi'i veitt til þess á fjárlögunum.
Litlar horfur voru þó á, að næg
fjárveiting' fengist á næstu árum,
vegna kreppuvandræða. En það
var kominn skriður á málið. Þó
hvatti vinur minn, próf. Guðjón
Samúelsson, mig' mjög til að bera
fram fruimvai'p um happdrættis-
leyfi fyrir háskólann, í því skyni,