Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 125
Þórður
107
sonar væri kominn stjúpsonur
lians frá Winnipeg. Ungur velbú-
inn piltur er talaÖi enskuna sem
hann “innfæddur” væri. tJr þessu
varð því gestkvæmt á heimili
Bjarna og Guðríðar, því svo marg-
ir vildu sjá þenna unga og efnilega
pilt —og heyra fréttir frá Winni-
peg.
‘ ‘ Y'elkominn Jieim!” voru fyrstu
orð móður hans. Hissa var hann
þegar hann sá hvað þau stjúpi
lians og móðir höfðu afkastað á
þessum tveimur árum. Hjálpar-
laust að heita mátti höfðu þau bygt
rúmgott bjálkahús. Undir eins
höfðu þau líka orðið að byggja f jós
fyrir nautgripi og fáeinar kindur
— fyrsta bústofninn. Land þeirra
náði inn í skóginn og höfðu þau
rutt þar stóra bletti til jarðræktar.
Þórði féll illa að sjá móður sína
ganga að útiverkum og aftók það
með öllu á meðan hann væri á
heimili hennar. Iiann kunni vel
bændavinnunni, þó eigi gæti hann
til þess hugsað, að dvelja lengi
undir handarjaðri stjúpa síns.
Eigi duldist Þórði það, að næð-
islítil til langþráðs bókalesturs
yrði dvölin á heimili stjúpa hans.
Bjarni reis úr rekkju í dögun og
buslaði við morgunverkin með há-
vaða og gauragangi. Dagsverkum
hans lauk eigi fyr en í niðamyrkri
°g þá, þegar halda mátti að fólk
ætti að taka á sig náðir, var hann
°ft rokinn í heimsókn til nágrann-
anna x búskapar erindum. Bn þó
hann gengi seint til rekkju, reis
hann 'engu síður árla á fætur að
xnorgni. Ilann virtist þurfa mjög
lítinn svefn eða helzt engan.
Haustið er ljúf árstíð í lands-
hygðum Vestur-Canada. Veðurfar
hvorki heitt né kalt, þægilega hæfi-
legt heilsu og vellíðan. Marglitað-
ur skógur og fölnaðar grundir und-
ir heiðum hausthimni. Fátt á
jörðu hressir meir sál og sinni.
Óafvitandi fundu bygðarbúar til
þess, þó lítinn gaum gæfi þeir feg-
urð náttúrunnar. Enda var nóg
annað að gera. Hlaða stóra brenni-
köstu til vetrarins, dytta að húsa-
byggingum o. fl. Uppihald átti sér
aldrei stað nema þegar gesti bar
að garði.
'G'estakomur skoðuðust þýðing-
ingarverðir viðburðir. Og sjaldan
leið á löngu áður hinir aðkomnu
gestir væri spurðir frétta. Margur
gesturinn gerðist þá íbygginn og
tók að ræskja sig, vissi hann sig
búa yfir einhverju nýju eða sér-
staklega söguríku. Var þá við-
hafður viðtekinn fréttatónn, sköi’u-
legur og áheyrilegur.
Þórður hafði ánægju af að kynn-
ast þeim mannvænlegu bygðar-
mönnum, sem hér verða eigi nöfn-
um nefndir. Sjálfmentaður ís-
lenzkur hómópati, sem talaði eins
og læi’ður læknir. Annar maður,
roskinn, klæddur í fornfálegan
frakka og sagður að vera mesti
ræðuskörungur b y g ð a r i n n a r.
Framdi maður sá í klerkskorti
mörg prestvei’k, jarðsöng og skírði
en eigi var þess getið að hann hefði
nokkurntíma fermt eða gift. Hæru-
gráan sagnaþul bar þar að garði,
er kunni meginþætti Flateyjarbók-
ar og’ helztu Islendingasagna utan-
bókar. Margir bygðarmenn voru
skáldmæltir og sumir höfðu ort
löng og snjöll kvæði. Gamansamur
nágranni Bjarna sló tilverunni
allri upp í spaug og var oft hlegið
dátt að rausi hans. Alvörugefnum