Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 149
Seytjánda ársþing Þjóðrœknisfélagsins
131
hönd deildarinnar, þakka Dr. Beck fyrir
þaö erindi, og alla góövild. Einnig vil eg,
fyrir hönd deildarinnar, þakka þeim séra
K. K. Ólafssyni, Birni Hjálmarssyni og
Þorvaldi Péturssyni, er allir fluttu ræður
á íslendingadeginum, þeirra ágætu erindi,
og síðast en ekki sízt, frú Sigríöi Þor-
steinsson er söng með sinni hljómfögru
rödd svo marga af okkar kærustu íslenzku
söngvum.
Á síöastliðnu ári andaöist að heimili
sínu í Dafoe, Jón Ásgrímur Reykdal.
Saknar deildin þessa ágæta félaga og vott-
ar hér meö konu hans og börnum innilega
samhygð.
Félagatalan mun hafa aö mestu leyti
staöiö í staö á síðasta ári. Samkvæmt
skýrslu féhirðis, eru félagar 42.
í stjórnarnefnd félagsins eru þeir sömu
og í fyrra.
Nokkuö hefir verið keypt af bókum fyr-
ir bókasafn deildarinnar þetta síðasta ár,
og auk þess voru deildinni gefnar nokkrar
bækur, er Mr. og Mrs. Raguel Johnson frá
Wynyard höfðu átt. Þakkar deildin af
heilum hug þá vinsamlegu gjöf.
Hér er aöeins stiklað á steinum, en eg
vona að fulltrúi deildarinnar, er aö þessu
sinni er séra Jakob Jónsson, fylli í eyö-
urnar.
Eg vil svo aö endingu, fyrir mína eigin
hönd og deildarinnar, óska þinginu og
félaginu allra heilla og blessunar.
Með vinsemd og beztu óskum,
Jón Jóhannsson.
Á. P. Jóhannsson lagði til og Th. S.
Thorsteinsson studdi, aö skýrslan sé þökk-
uð og bókuð. Samþykt.
Guðmann Levy lagði til og S. W. Mel-
steð studdi að 7. lið dagskrár sé frestað
til að gefa milliþinganefndum tækifæri að
klára skýrslur sínar. Samþykt.
Fjármálanefnd: G. Levy lagði til og
Dr. R. Beck studdi, að forseti skipi þriggja
manna fjármálanefnd til að starfa um
þhigið. Samþykt. Tilnefndi forseti þá
Á. P. Jóhannsson, Árna Eggertson og S.
W. Melsted.
Þigmálanefnd : Kosnir voru til að starfa
i þessari nefnd yfir þingið þeir séra Guðm.
Árnason, Dr. Richard Beck og Thorsteinn
S. Phorsteinsson.
8. liður dágskrár: Útbreiðslumál.
Séra Guðm. Árnason lagði til og B.
Finnson studdi, að þriggja manna nefnd
sé sett í málið. Samþykt. Forseti skipaði
í nefndina Dr. R. Beck, Dr. R. Pétursson
og frú Guðbjörgu Sigurðsson.
9. liður: Fjármál.
Dr. R. Pétursson lagði til og Á. P. Jó-
hannsson studdi, að þessu máli sé vísað til
fjármálanefndar.
10. liður: Frœðslumál.
Samþykt var að forseti skipi þriggja
manna nefnd. 1 nefndina setti forseti séra
Guðm. Árnason, Jón Janusson og séra
Jakob Jónsson.
11. liður: Samvinnumál.
S. W. Melsted lagði til og Dr. R. Beck
studdi, að forseti skipi þriggja manna
nefnd í málið. Samþykt. Skipaði forseti
Soffonías Thorkelsson, Á. P. Jóhannsson
og Dr, Rögnvald Pétursson.
12. liður: útgáfa Tímarits.
Dr. R. Beck lagði til og Mrs. I. Good-
manson studdi, að forseti skipi þriggja
manna nefnd. Samiþykt. í sambandi við
útgáfumálið tók Á. P. Jóhannsson til máls.
Bað hann fólk að veita athygli auglýsing-
unum í Tímaritinu og láta auglýsendur í
ritinu ganga fyrir með viðskifti.
I nefndina skipaði forseti Dr. R. Beck,
séra Jakob Jónsson og Elínu Hall.
13. liður: Bókasafn.
Á. P. Jóhannsson skýrði frá starfi sínu
og tilraunum á íslandi að fá stjórnina þar
til að sjá um að Þjóðræknisfélaginu yrði
sent ókeypis eitt eintak af hverri bók, sem
gefin væri út á íslandi. Gjörði hann sér
vonir um að málið mundi fá góðan byr
hjá stjórninni. Las hann bréf er hann
hafði samið til stjórnarinnar og fram-
vísaði á síðasta sumri.
B. E. Johnson lagði til og Mrs. M.
Byron studdi að þriggja manna nefnd sé
skipuð í þetta mál. Samþykt. Skipaði
forseti í nefndina Á. P. Jóhannsson, séra
B. Theodore Sigurðsson og S. W. Mel-
sted.
7. liður: Skýrslur milliþinganefnda.
Dr. A. Blöndal las skýrslu íþróttamála-
nefndarinnar og er hún sem fylgir: