Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201216 forystUhegðUn skólastJóra við að þróa forystUhæfni skóla Nemendur sögðu til dæmis: „Í öðrum skólum þá sjá nemendur ekki einu sinni skóla- stjórann nema kannski einu sinni í mánuði, en við sjáum hann kannski hvern einasta dag … Okkur finnst það mjög gott.“ Umræður, samskipti og samvinna Vettvangsathuganir og viðmælendur vitnuðu um að Garðar væri ötull við að halda því á lofti sem hann lagði áherslu á í fari kennara og nemenda, hvort sem það snerti hegðun og starfshætti eða nám og kennslu. Eins var um þær félagslegu hefðir, bæði gamlar og nýjar, sem Garðar vildi að festust í sessi og hann var oft í fararbroddi þegar viðburðir voru í skólanum. Daglegum samverustundum með nemendum og kenn- urum stjórnaði ýmist hann, Aldís eða Dísa deildarstjóri og þar voru framangreind málefni gjarnan tekin fyrir. Garðar sagðist leggja áherslu á að ræða ýmis skólatengd málefni opinskátt, sem ekki væri hefð fyrir að gera, meðal annars á kennarafundum. Taldi hann að það hefði leitt til framþróunar í skólastarfinu: Við fórum að tala um kannski þætti í skólastarfinu sem svona útlistun á meginhugs- uninni en sem voru kannski hálfgerð tabú-umræða í einhverju öðru samhengi eins og það … hvernig kennarar áttu að starfa. Samskipti nemenda og kennara, einangrun kennara, samskipti við foreldra. Garðar lagði einnig höfuðáherslu á að leysa ágreiningsmál með samtölum og mál- efnalegum umræðum og hann og aðrir stjórnendur töldu að samræður og samvinna hefðu verið grunnur að því að byggja upp traust og opnari samskipti innan skólans. Dísa sagði: ég held bara að umræðan um þetta jákvæða og þetta góða … [geri] að verkum að fólk verður einhvern veginn hlýrra og notalegra. Það er bara svo oft verið að tala … um samskipti okkar, hvað það er mikilvægt að við komum heiðarlega fram við hvert annað og berum virðingu fyrir hvert öðru … eins og er í rauninni verið að tala við krakkana á samverustundum … verið að minna hópinn á að hann sé góður og öflugur og að hann standi sig vel … Þetta er ekkert eitthvert eilífðar hallelúja en þetta samt skiptir máli. Allra síðustu árin höfðu Garðar, og ekki síst Dísa, unnið ötullega að því að koma á skipulagðri teymisvinnu kennara í tengslum við þróunarverkefni um einstaklings- miðaða kennsluhætti. Þau töldu að þó að einungis hluti kennara skólans tæki þátt í teymisvinnunni hefði hún smitað út frá sér og leitt til opnari umræðu í skólanum. Jafnframt taldi Garðar að ástæða þess að fólk þyrði orðið að tala opið saman væri það traust sem ríkti milli aðila í skólastarfinu: Það byggir nú fyrst og fremst á trausti og það að vita að það er ekki verið að gagnrýna fólk fyrir hugmyndir, fyrir starfshætti, þó það sé verið að segja frá þeim og þannig skapast öryggi í samskiptunum … Þetta er alltaf með formerkjum þess að þetta er umbótamiðað. Þó að kennarar í kennsluteymunum og stjórnendur væru almennt sammála um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.