Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 99 guðrún v. StefánSdóttir MenntavíSindaSviði HáSKóla íSlandS Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 Þroskaþjálfanám og starf á tímamótum? Inngangur Breyttar áherslur í málaflokkum fatlaðs fólks kalla á ígrundun og umræðu um nám og störf þroskaþjálfa. Það sem hefur verið efst á baugi á allra síðustu árum er einkum þrennt. Í fyrsta lagi má nefna að 1. janúar árið 2011 fluttist þjónusta við fatlað fólk alfarið frá ríki til sveitarfélaga (Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með áorðnum breytingum). Við það breyttist starfssvið margra þroskaþjálfa frá því að vinna í sér- tæku kerfi fyrir fatlað fólk, t.d. á sambýlum á vegum Svæðisskrifstofa, yfir í það að vinna í almennri félagsþjónustu, t.d. á almennum þjónustumiðstöðvum sem nú sjá um framkvæmd og skipulagningu á þjónustu við fatlað fólk. Í öðru lagi skrifuðu Íslendingar undir Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2007. Þó að samningurinn hafi ekki verið lögfestur hér á landi þurfa fagstéttir á borð við þroskaþjálfa að endurmeta störf sín út frá samningnum og þroskaþjálfa- menntunin þarfnast ekki síður umræðu og aðlögunar. Í samningnum er byggt á mannréttindaskilningi á fötlun en í því felst viðurkenning á að líta beri á fatlað fólk sem þátt í fjölbreytileika hvers samfélags og hugtök á borð við jafnrétti, virðingu og mannréttindi eru miðlæg. Samkvæmt samningnum er t.d. meginmarkmið félags- legs stuðnings að stuðla að fullri þátttöku fatlaðs fólk á öllum sviðum samfélagsins (Velferðarráðuneytið, e.d.). Í þriðja lagi má nefna að með breytingum á lögum um málefni fatlaðs fólks í lok árs 2010 er gert ráð fyrir að eigi síðar en í árslok 2014 verði lögfest að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði eitt meginform þjónustu við fatlað fólk. Töluverð um- ræða hefur verið á undanförnum árum um þetta þjónustuform en sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki, þ.e. sjálfstætt líf (e. independent living), hefur haft mikil áhrif í mannrétttindabaráttu fatlaðs fólks víða um heim á síðustu áratugum. Kjarni hug- myndafræðinnar um sjálfstætt líf er krafa um fulla samfélagsþátttöku og að fatlað fólk geti sjálft stjórnað lífi sínu og stýrt þeirri þjónustu sem það fær (Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 2010). Í stuttu máli gengur NPA út á að færa valdið frá þjónustu- kerfinu, sem nú er að mestu í höndum sveitarfélaga hér á landi, og í hendur fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra sé um börn að ræða (Hallgrímur Guðmundsson, 2011).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.