Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 59 anna magnea hreinsdóttir og sigUrlína davíðsdóttir sem börn og fullorðnir safna saman. Hvert brot gefur þátttakendum færi á að kynnast viðhorfum barnanna eða reynslu þeirra af lífinu í leikskólanum. Styrkleiki aðferðar- innar felst þó fremur í seinna stiginu; að safna þessum brotum saman með umræðu, ígrundun og túlkun. Fullorðnir þátttakendur hafa tvö meginhlutverk: Þeir ígrunda hvernig þeir halda að lífið sé í leikskólanum og þeir hlusta á viðhorf barnanna (Clark og Moss, 2001). Sýn foreldra á það hvernig barnið þeirra upplifir og lítur á leikskólann sinn getur verið mynd sem fyllir í eyður, sérstaklega þegar um lítil börn er að ræða. Einn liður í söfnun viðhorfa er að taka viðtöl við foreldra barnanna. Til grundvallar viðtalinu eru lagðar spurningar svipaðar þeim sem börnin svara í umræðuhópnum. Spurt er hvernig foreldrarnir halda að barni sínu líði í leikskólanum, hvernig góður dagur þar sé og/eða slæmur. Þetta er sérlega mikilvægt brot í heildarmyndinni þegar um ung börn er að ræða. Viðhorf kennara eru ekki síður mikilvæg, og í viðtölum við kennara eru notaðar svipaðar spurningar og lagðar eru fyrir foreldra (Clark og Moss, 2001). Þegar börn og fullorðnir hafa safnað saman viðhorfum kemur að seinna stigi mósaík-nálgunarinnar, sem felst í að sameina þau brot sem safnað hefur verið saman til að öðlast frekari skilning á lífi barnanna. Þá geta komið fram ólík sjónarhorn hjá foreldrum, starfsfólki og börnum sem þarfnast frekari umræðu til að dýpka skilning okkar á sjónarmiðum barna og lífsreynslu þeirra í leikskólum (Clark og Moss, 2001). Lítið hefur verið um rannsóknir þar sem skoðanir barna koma fram og hefur því verið talin hætta á að litið sé á börn sem einsleitan hóp með svipaðar skoðanir (Christ- ensen og Prout, 2002; James og Prout, 1997). En eftir því sem rannsóknum fjölgar kemur í ljós að börn hafa jafn ólíkar skoðanir og aðrir hópar. Ef litið er á áhrif þess að hlusta á sjónarmið barna, þá benda rannsóknir til þess að það geti meðal annars aukið sjálfs- álit barnanna og innsýn þeirra í þátttöku í lýðræðislegum vinnubrögðum. Að hlusta á börn getur haft áhrif á viðhorf foreldra þeirra og starfsfólks til getu barnanna og innsæis þeirra, og getur til dæmis leitt til breytinga á skipulagi leikskólastarfs (Clark, 2005). Borland, Laybourn, Hill og Brown (1998) hafa í þessu samhengi skilgreint ráð- gjöf barna sem vegvísi til aðgerða. Þar eiga þau við að skoðanir barna eigi að taka alvarlega og að þær eigi að leiða til breytinga á leikskólastarfi. Ekki er allt jákvætt við að leita eftir viðhorfum barna. Annars vegar getur til- gangurinn með því að leita eftir sjónarmiðum þeirra verið óljós og hefur hlustunin þá takmarkað gildi. Börnin upplifa þá hugsanlega að skoðanir þeirra leiði ekki til neins og veigra sér við þátttöku síðar meir (Clark, McQuail og Moss, 2003). Hins vegar getur áhugi á því að leita eftir ráðum hjá börnum orðið að eftirliti og stjórnun í stað valdeflingar, þar sem hinn fullorðni hnýsist í einkalíf barnanna. Eftir því sem aðferðum við að fá fram sjónarmið barna fjölgar getur innrás í einkalíf þeirra orðið meiri. Því krefst hlustunin þess að hinir fullorðnu geti ákveðið hvaða upplýsingar frá börnunum eigi erindi til stofnana eða í stjórnkerfið og til almennings.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.