Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 117

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 117 helga Baldvinsdóttir BJargardóttir Virðing fyrir sjálfsáKVÖrðunarrétti Sjálfræði er tengt mannlegri reisn og er runnið frá hugmyndum um hinn siðferðilega frjálsa mann og rétt hans til frjálsra athafna að því gefnu að hann virði sams konar frelsi annarra. Þessi skilningur felur í sér tvö vandamál sem snúa að fötluðu fólki. Annars vegar það að samfélagið virðist leggja ofuráherslu á að leggja fötlun, sérstaklega þroskahömlun, að jöfnu við skort á þeim hæfileika að vera siðferðilega frjáls og þar af leiðandi hæfileikann til að taka eigin ákvarðanir. Þessi forsenda hvílir oftar en ekki á hreinum fordómum. Hins vegar er um að ræða það vandamál að flest samfélög taka oft ekki alvarlega það sjálfræði sem fatlað fólk nýtur lögum samkvæmt. Þannig hafa flest samfélög vanrækt það hlutverk sitt að gera þeim fötluðu einstaklingum sem hafa hæfileikann til að nýta sér siðferðilegt frelsi sitt og taka eigin ákvarðanir kleift að nýta sjálfsákvörðunarrétt sinn í sínu daglega lífi (Quinn og Degener, 2002). Í samningi Sameinuðu þjóðanna er víða komið inn á mikilvægi þess að virða sjálfs- ákvörðunarrétt fatlaðs fólks og ber þar fyrst að nefna fyrstu meginregluna í 3. grein sem fjallar um virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði þar sem meðal annars er átt við virðingu fyrir frelsi fatlaðra einstaklinga til að taka eigin ákvarðanir og virðingu fyrir sjálf- stæði þeirra. Þá fjallar 12. grein sáttmálans um réttarstöðu og gerhæfi til jafns við aðra þar sem settar eru fram framsæknar hugmyndir um hvernig aðstöðu fatlaðs fólks til að beita gerhæfi sínu skuli vera háttað, en mikilvægasti þáttur gerhæfisins er lögræði. Þar segir að fatlað fólk eigi að geta leitað eftir aðstoð sem það kann að þarfnast þegar það nýtir gerhæfi sitt. Slík aðstoð á svo að lúta eftirliti til þess að koma í veg fyrir misnotkun og tryggja að réttindi, vilji og séróskir viðkomandi einstaklings séu virtar og aðstoðin leiði ekki til hags- munaárekstra. Lögð er áhersla á að aðstoðin sem veitt er sé sniðin að aðstæðum viðkom- andi einstaklings, gildi í sem skemmstan tíma og sæti endurskoðun sjálfstæðs og hlutlauss yfirvalds. Í lok 12. greinarinnar er lögð áhersla á að tryggja þurfi jafnan rétt fatlaðs fólks til þess að eiga eða erfa eignir, stýra eigin fjármálum og hafa jafnan aðgang að bankalánum, veðlánum og annars konar fjárhagslegum lánum (Velferðarráðuneytið, e.d.). Með lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011) er að einhverju leyti komið til móts við þær kröfur sem settar eru fram í 12. grein sáttmálans. Þar er gert ráð fyrir því að réttindagæslumenn á hverju svæði geti skipað persónulega talsmenn fyrir þá einstaklinga sem vegna fötlunar sinnar þurfa stuðning við undirbúning upplýstrar ákvörðunar um persónuleg málefni eða aðstoð við að leita réttar síns hvort sem er gagnvart opinberum þjónustuaðilum, öðrum stjórnvöldum eða einka- aðilum. Brynhildur G. Flóvenz (2004) hefur í bók sinni Réttarstaða fatlaðra bent á að margt fatlað fólk á Íslandi búi við þær aðstæður að vera sjálfráða að lögum en fái svo ekki að nýta sér þann rétt í raun og veru, heldur séu það aðstandendur eða starfsfólk sem taki allar ákvarð- anir fyrir viðkomandi einstakling, sérstaklega í þeim tilvikum sem um þroskahömlun er að ræða. Bæði þessi framkvæmd svo og sú framkvæmd að svipta einstakling lögræði þegar ljóst er að hægt er að veita aðstoð við ákvarðanatöku í tilteknum málum án þess að fara í svo grófa réttindasviptingu sem lögræðissvipting er gengur gegn sáttmálanum. Þroska- þjálfar bera hér ríka ábyrgð á að vinna í anda virðingar fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðs fólks sem meðal annars getur falist í því að leyfa því að gera mistök og taka óskynsamlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.