Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 77

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 77
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 77 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir Þrautalausnir Í stærðfræði er orðið þraut notað í víðri merkingu og táknar viðfangsefni af hvaða gerð sem er sem ekki liggur í augum uppi hvernig má leysa. Orðið er þýðing á enska orðinu problem og þrautalausnir er þýðing á problem solving. Sá sem stendur frammi fyrir því að leysa þraut verður að brjóta hana til mergjar og öðlast nægan skilning á verkefninu til að geta á vitrænan hátt komið auga á vænlega leið til að takast á við það. Að flestra hyggju hefur glíma við þrautir almenna skírskotun og nám í þrauta- lausnum, þar sem meðal annars er fengist við stærðfræðilegar þrautir, því almennt gildi. Skilningur og ígrundun eru lykilatriði ef vel á að takast til í glímunni við þrautir, en auk þess er gagnrýnin og greinandi hugsun nauðsynleg til að leggja mat á eigin lausnaleið eða annarra. Í yfirlitsgreininni A thirty-year reflection on constructivism in mathematics education in PME segja höfundarnir, Confrey og Kazak (2006), að strax með fyrstu kenningunum um þrautalausnir hafi komið fram margir lykilþættir í þankagangi hugsmíðahyggju og í reynd séu þrautalausnir hluti af rótarkerfi kenn- ingarinnar. Pólya hefur skrifað fjórar bækur um það hvernig kenna megi og læra að leysa þrautir. Þetta viðfangsefni Pólya mætti nefna þrautalausnatækni (e. heuristics). Fræg- ust þessara bóka er án efa How to solve it frá árinu 1945 en í henni leggur Pólya fram almennan leiðarvísi eða líkan um það hvernig leysa má þraut af hvaða gerð sem er. Hann gefur kennurum góð ráð í glímunni við að kenna nemendum að takast á við að leysa stærðfræðilegar þrautir og í bókinni er að finna aragrúa af leiðbeinandi hug- tökum og skrefum fyrir kennara og nemendur sem tengjast þessu. Pólya setur fram líkan fyrir þrautalausnaferli sem greinarhöfundar nota ásamt öðrum viðmiðum til að greina lausnir þátttakenda. Líkanið er í fjórum meginskrefum, sem eru: Að skilja verk- efnið, að gera lausnaráætlun, að framkvæma áætlunina, að líta til baka (Pólya, 1945). Confrey og Kazak (2006) telja að hin fjögur skref Pólya hafi sýnt að stærðfræði sé meira en safn af formlegum skilgreiningum, setningum og sönnunum og viðurkennt réttilega að meginhlutverk þrauta sé að kalla á nýjar lausnir. Með þessu hafi fræða- sviðið verið knúið áfram. Hæfni í þrautalausnum má lýsa sem hæfninni til að geta greint, afmarkað og sett fram stærðfræðileg viðfangsefni af hinum ýmsu gerðum og að geta með stærðfræði- legri röksemdafærslu brotið slík verkefni til mergjar og leyst jafnvel á fleiri en einn veg. Meðal þeirra sem tekið hafa við keflinu af Pólya í skrifum um þrautalausnir er Schoenfeld sem hefur rannsakað vinnulag fjölda einstaklinga. Hann fjallar ekki aðeins um þrautalausnatækni sem slíka heldur er sjóndeildarhringurinn víðari í athugun á háttalagi þess sem glímir við þraut. Í stuttu máli má segja að Schoenfeld greini í fernt það sem mestu skiptir þegar fengist er við stærðfræðilegar þrautir. Þessir fjórir þættir eru: Þekkingarforði, þrautalausnatækni, skipulag, viðhorf (Schoenfeld, 1985). Í námskeiðslýsingum skyldunámskeiða á kjörsviðinu stærðfræði í kennaranámi við Háskóla Íslands er þrautalausna hvergi getið sem sérstaks áhersluþáttar. Hins vegar var fimm eininga valnámskeið samkvæmt kennsluskrá háskólaársins 2009– 2010, GLS003G Þrautagleði, alfarið helgað þessum þætti. Markmið þess var þríþætt: „Að nemendur rækti með sér þá ánægju sem felst í því að glíma við þrautir, þeir þjálfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.