Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 144

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 144
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012144 hUgarhættir vinnUstofUnnar Einnig vildu þær komast að því hvort námið og kennslan hefði áhrif á rökleiðslu nemenda í öðru námi en listum. Í kaflanum rekja þær helstu rannsóknir og verkefni sem staðhæfa yfirfærslugildi og gagnsemi lista í menntun og benda á tvennt. Í fyrsta lagi að það að réttlæta myndlistarkennslu með jákvæðum áhrifum á aðrar greinar getur orðið dýrkeypt fyrir listirnar ef í ljós kemur að afleidd gagnsemi þeirra er minni en hefðbundinna greina. Í öðru lagi segjast þær aldrei hafa borið á móti yfirfærslu- möguleikum listgreina. Yfirfærsla getur átt sér stað, eða ekki, en það fer eftir því hvað er kennt og hvernig (Salomon og Perkins, 1989). Hér kynna Hetland og félagar stuttlega í orðum og myndum líkanið sem þær þróuðu úr rannsóknarniðurstöðunum. Þær segja að rannsókn þeirra leggi grunn að upplýstum rannsóknum á yfirfærslu listnáms. Hins ber að gæta, að hvort sem yfir- færsla úr listnámi á sér stað eða ekki, þá er sú hugsun sem þroskast í listnámi mikil- væg í sjálfu sér, jafnmikilvæg og hugsun sem þroskast í hefðbundnum akademískum greinum. Í öðrum kafla greina Hetland og félagar frá vali á skólunum þar sem rannsóknin fór fram. Hvers vegna þessir skólar og kennararnir fimm urðu fyrir valinu. Þær segja frá námi, reynslu og menntasýn kennaranna. Skólana völdu þær til að kanna hvað getur gerst í myndlistastofunni undir bestu ákjósanlegum kringumstæðum. Lýsing þeirra í orðum og myndum veitir lesandanum glögga mynd. Á eftir inngangsköflunum tveimur kemur kjarni bókarinnar, þrír hlutar þar sem inntakið er umfjöllun um a) vinnustofuna og hvernig kennslan fer fram, b) hugarhætti vinnustofunnar; hvað listirnar kenna, og c) samþætting vinnustofuskipulagsins og hugarháttanna. Í fyrsta hlutanum er fjallað um hvernig kennararnir þróa ákveðna vinnustofu- menningu og skipuleggja umhverfið og hvernig kennslan í vinnustofunni fer fram. Þá er sjónum beint að vinnustofuskipulaginu sem kennararnir fylgja. Hér draga höf- undar upp skýra mynd af því sem á sér stað í vinnustofunni og því sem kennararnir einbeita sér að svo vinnustofan verði öflugur lærdómsstaður. Annar hluti fjallar um hvern hugarhátt sérstaklega, og er það umfjöllunarefni bókarinnar sem fær mest rými. Höfundar setja fram lifandi lýsingu á því sem fer fram í vinnustofunni þegar tekist er á við hugarhættina, einn og einn í einu. Því er lýst hvernig kennararnir kenna og nemendur læra. Vísað er í orð og athafnir kennara og nemenda og hverri umfjöllun fylgja ljósmyndir sem glæða textann frekara lífi. Í lok hverrar umfjöllunar draga höfundar saman þætti sem byggjast á ígrundun eins eða fleiri kennara og stundum nemenda. Í þriðja og síðasta hluta bókarinnar draga Hetland og félagar upp mynd af því hvernig kennararnir í rannsókninni vefa hugarhætti vinnustofunnar inn í hverja skipulagsstoð kennslunnar. Hér eins og í öðrum köflum leiða höfundar lesandann inn í umfjöllunina með myndrænum texta og dæmum. Höfundar lýsa víðri notkun hugarháttanna eins og þeir eru kenndir og lærðir og því hvernig kennararnir greypa þá inn í skipulagsstoðirnar. Í lokaorðum segja höfundar að greining þeirra á myndlistakennslu í vinnustofu- umhverfi afhjúpi það sem þeir telja raunverulega námskrá listkennslu. Sjónum er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.