Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012100 þroskaþJálfanám og starf á tímamótUm? Eins og Auður Finnbogadóttir bendir á í grein sinni hér á eftir gerist fatlað fólk nú í æ ríkari mæli vinnuveitendur í stað þess að algengt var að líta á fólkið sem skjólstæðinga þroskaþjálfa eða annarra fagstétta. Þessi breyting felur í sér að þroskaþjálfar, eins og aðrir sem starfa með fötluðu fólki, þurfa að hasla sér völl í þessu nýja þjónustuformi og sanna ágæti sitt. Reynslan frá öðrum löndum af NPA, t.d. Svíþjóð, hefur sýnt að fatlað fólk velur ekki endilega fagfólk til starfa hjá sér. Margt bendir til að ástæðan fyrir því sé fyrst og fremst sú að fókið óttist að fagstéttir viðhaldi þeirri forræðishyggju sem oft hefur verið ríkjandi í garð fatlaðs fólks (sjá t.d. Ratzka, 2003). Greinarnar í viðhorfsþættinum eru að þessu sinni fjórar og beinast að ofangreindum þáttum. Fyrst er inngangsgrein ritstjóra þáttarins, Guðrúnar V. Stefánsdóttur, en í henni er rakin stuttlega þróun í málaflokkum fatlaðs fólks og í námi og störfum þroskaþjálfa. Næst er grein Friðriks Sigurðssonar sem fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk og þau áhrif sem þær hafa haft á stöðu fatlaðs fólks og störf þroskaþjálfa. Í þriðju greininni fjallar Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir um mannréttindi fatlaðs fólks og hlutverk þroskaþjálfa á því sviði. Loks fjallar Auður Finnbogadóttir um reynslu sína af starfi sem þroskaþjálfi í NPA. Ekki voru sett nein skilyrði fyrir formi greinanna og því eru þetta ólíkar greinar að gerð og lengd sem ritstýrt var í samvinnu við höfunda. HugMynDafrÆði Og saga þrOsKaþjálfanáMs Og starfs Sagt er að án fortíðar sé engin nútíð og án nútíðar sé engin framtíð. Í þessu ljósi er hér á eftir fjallað stuttlega um þróun menntunar og starfssviðs þroskaþjálfa og þá hugmynda- fræði sem að baki liggur. Saga þroskaþjálfamenntunar á Íslandi spannar rúm fimmtíu ár en á þeim tíma hefur orðið ör þróun og miklar breytingar á námi og starfi þroskaþjálfa. Það sem hefur þó einkennt þroskaþjálfastéttina frá upphafi er sterk samkennd með fötluðu fólki; þroskaþjálfar hafa tekið virkan þátt í baráttu fyrir auknum rétti fatlaðs fólks og haft mikil áhrif á þróun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Þar ber þó sérstaklega að nefna fólk með þroskahömlun en það hefur hingað til verið stærsti markhópur þroskaþjálfa. Árið 1960 útskrifuðust fyrstu þroskaþjálfarnir sem þá hétu gæslusystur en Gæslu- systraskóli Íslands var stofnaður tveimur árum fyrr eða árið 1958. Eins og nafn skólans gefur til kynna var áhersla í náminu í fyrstu afar læknisfræðileg enda var á þessum tíma litið á fatlað fólk sem sjúklinga í þörf fyrir lækningu, umönnun og gæslu. Í byrjun var námið að miklu leyti verklegt og fór fram á Kópavogshæli. Árið 1971 var nafni skólans breytt í Þroskaþjálfaskóla Íslands, námið var lengt í tvö og hálft ár og bóklegt nám var aukið verulega. Skólinn var þó ennþá rekinn af Kópavogshæli en árið 1976 var hann gerður að sjálfstæðri stofnun og námstíminn breyttist í þriggja vetra nám eins og enn er. Með sameiningu Kennaraháskóla Íslands, Fósturskóla Íslands, Íþrótta- kennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands í eina háskólastofnun, árið 1998, færðist þroskaþjálfanám formlega á háskólastig. Þær breytingar sem orðið hafa á námi og starfi þroskaþjálfa endurspegla vel þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.