Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201256 lýðræðislegt samræðUmat fyrir þeim fremur en að telja sig vera hlutlausan (Greene, 2000). Talin er meiri hætta á því að matsaðili skilji ekki hagsmuni hópsins eða mistúlki þá en að hann sé hliðhollur ákveðnu viðhorfi (House og Howe, 2000). Hagsmunaaðilar eru þeir sem best eru til þess fallnir að ræða og ígrunda með stuðningi matsaðila. Matsaðili á ekki endilega að taka að sér að halda á lofti hagsmunum valdaminni aðila heldur fremur að haga matinu þannig að þeir hagsmunaaðilar eigi greiðan aðgang að samræðunni. Þannig á lýðræðislegt samræðumat að efla vald þeirra sem minna mega sín. Huga verður að því að allir hagsmunir starfsins hafi verið skilgreindir og að full- trúar þeirra taki þátt í matinu. Oft eru það valdaminni hópar sem hafa ekki aðgang að mati. Börn á leikskólaaldri hafa til dæmis ekki alltaf komið að mati menntamálaráðu- neytisins á leikskólum. Þó svo að í aðalnámskrá leikskóla sé lögð áhersla á að börn taki þátt í áætlanagerð og komi að ákvarðanatöku um leikskólastarfið eru börn oft sett í umhverfi og aðstæður sem þau hafa ekkert að segja um, og taka þá fullorðnir allar ákvarðanir fyrir þau (Graue og Walsh, 1998; Menntamálaráðuneytið, 1999; Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Lýðræðislegt samræðumat, þar sem gildi eru til umræðu, er krefjandi verkefni fyrir matsaðila því ýmsar hindranir geta verið á leið- inni þar sem hagsmunir rekast á (Greene, 2000). Því er mikilvægt að þeir sem koma að mati gefi sér góðan tíma til að átta sig á því að eðli málsins samkvæmt er um ólíka hagsmuni að ræða sem þurfa að vera uppi á borðinu meðan á mati stendur. Hætta er á að hagsmunir komi ekki upp á yfirborðið og séu ekki ræddir og það gerir matið ekki eins áreiðanlegt. Tímaskortur getur háð þátttökumiðuðu mati, þar sem erfitt getur verið fyrir for- eldra að mæta í rýnihóp á vinnutíma og starfsfólk leikskóla á erfitt með að taka þátt í umræðum og mati eftir að vinnutíma þess lýkur. Einnig getur mikil starfsmannavelta komið niður á mati. Oft eru það hinir valdameiri hagsmunaaðilar sem stjórna þeim áherslum sem leiða matið. Hlutverk matsaðila hlýtur því að vera að jafna völd í hópn- um, að gefa öllum orðið og hvetja þá sem eru óframfærnir til að taka þátt í umræðum. Matsaðili þarf að geta stjórnað samræðunni í matinu þannig að raddir valdaminni hópa heyrist. Má þar til dæmis nefna sérhæfðar aðferðir við að fá fram viðhorf barna í mati (Clark og Moss, 2001). Bein þátttaka hagsmunaaðila í mati getur verið tímafrek og erfið. Fulltrúar þurfa því að gefa sér tíma og mikilvægt er að fá fram áreiðanleg gögn frá þátttakendum. Gildi og hagnýting matsins verður því meiri sem þátttakan er virkari. Tilgangur mats þarf að vera ljós og einnig gildi þess fyrir þá starfsemi sem metin er. Þó að þátttaka hagsmunaaðila sé mikilvæg er jafn mikilvægt að huga vel að því hvers eðlis þátttaka þeirra sé og einskorða hana við það sem máli skiptir. Oft lenda matsaðilar í tímahraki og sleppa rökræðu um niðurstöður. Rökræðan er eitt mikilvægasta skrefið í matinu og færni matsaðila til að hlusta skiptir því miklu máli, og þá ekki eingöngu að hlusta á það sem sagt er heldur einnig hið ósagða (Dahl- berg, Moss og Pence, 2007). Í þeirri rökræðu er einnig mikilvægt að virða ólík sjónar- mið og fjölbreytileika tilverunnar. Því lengra sem rökræðan nær, þeim mun betri verða niðurstöðurnar. Í samræðumati er áríðandi að koma samræðunni að kjarna málsins í stað þess að festast í umræðu um matsaðferðir (Greene, 2000). Oft eru hagsmunaaðilar uppteknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.