Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 43 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen geta breytt út af fyrra skipulagi ef í ljós kemur að skipulag kennslunnar stuðlar ekki að virkni allra nemenda. Kennararnir í rannsókninni höfðu þennan sveigjanleika til að bera. Samstarf skólans við foreldra og nærsamfélag Viðmælendur í rannsókninni voru allir sammála um að skólinn yrði að hafa frum- kvæði að samvinnu við foreldra og leita yrði allra leiða til að ná til erlendu foreldr- anna. Foreldrafélög skólanna unnu einnig ötullega að því að ná til allra foreldra. Það getur verið erfitt verk og tekið langan tíma en raddir allra foreldra þurfa að heyrast í umræðunni í skólasamfélaginu því annars er hætt við að tiltölulega einsleitur hópur tali fyrir hönd foreldra. Foreldrar sem ekki tala markmálið hafa ekki sama aðgang að upplýsingum er varða börn þeirra og innlendir foreldrar. Ryan (2006) bendir á að umræðan milli foreldra og starfsliðs skóla þurfi að snúast um nám barnanna. Til að þetta geti náð fram að ganga verður að upplýsa foreldra um skólastarfið. Skólarnir í rannsókninni höfðu allir komið sér upp ákveðnu verklagi til að kynna fyrir foreldrum af erlendum uppruna skólastarfið og það sem í boði væri fyrir börn þeirra. Þannig finna foreldrar að skólinn lætur sig þá og börn þeirra varða. Fræðimenn benda á mikilvægi þess að skólinn sinni þessum þætti og til að það takist þurfi samskiptin að mótast af gagnkvæmri virðingu og trausti (Hanna Ragnarsdóttir, 2007a; Nieto, 2010; Wrigley, 2003). Íslensku skólarnir unnu báðir að því að fá nemendur til að taka þátt í tómstundum, en fram kom að nemendur af erlendum uppruna tækju minni þátt í tómstundum fyrir utan skólann en innlendir jafnaldrar þeirra. Aukin þátttaka í tómstundum minnkar einangrun erlendu nemendanna og er einn liður í að jafna stöðu erlendra og innlendra nemenda. Sú vitneskja að samband þjóðfélagsstöðu og árangurs sé veikt hér á landi (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2007) bendir til þess að við séum ekki föst í viðjum stéttaskiptingar hvað varðar námsárangur nemenda. Skólar sem skipuleggja starf sitt og vinna með þarfir allra nemenda að leiðarljósi í samvinnu við foreldra geta náð árangri og stuðlað að velgengni allra nemenda, óháð kyni, upp- runa, tungumáli eða menningu. Skólarnir í rannsókninni Ánægjulegt var að sjá hversu margt í starfi skólanna kom heim og saman við það sem fræðimenn segja um farsælt skólastarf. Skólarnir þrír áttu margt sameiginlegt. Stjórnendur höfðu áhuga á fjölmenningar- legu skólastarfi, áhersla var á sameiginlega framtíðarsýn og endurmenntun sem styður fjölmenningarlegt skólastarf, mikil áhersla á kennslu í markmálinu, kennsluaðferðir sem byggjast á samvinnu, samstarf við foreldra og vinna gegn einelti og fordómum í skólanum voru áberandi þættir í skólunum þremur. Lamptonskólinn skar sig úr í nokkrum þáttum. Umræður sem kennsluaðferð voru áberandi í kennslustundum þar sem skilningur nemenda á persónum og atburðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.