Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201262 lýðræðislegt samræðUmat afrita upptökurnar nákvæmlega (Hitchcock og Hughes, 1995). Graue og Walsh (1998) benda á að börn eru oft ekki eins feimin við segulbandsupptökur og fullorðnir. Gott er að undirbúa börnin fyrir samræðurnar þannig að þau viti hvað standi til og hvenær (Doverborg og Pramling Samuelsson, 2000). Tímasetning getur einnig verið mikil- væg; ekki er gott að trufla börnin í verkefnum þeirra og mega umræðurnar ekki taka of langan tíma. Í þessari rannsókn var talað við sex til tólf börn í hverjum leikskóla og voru börnin á aldrinum fjögurra til fimm ára, á sínu næstsíðasta og síðasta skólaári. Talað var við þrjú börn í einu af sama kyni. Samræðurnar áttu sér stað í lokuðu herbergi í leik- skólunum, þar sem hópurinn fékk frið fyrir öðrum börnum. Segulbandi var stillt upp á borði og litir og blöð höfð aðgengileg og settust börnin til að byrja með í kringum borðið. Meðan á samræðum stóð gátu börnin teiknað mynd eða hreyft sig um her- bergið að vild. Þess var gætt að rannsakandi væri sveigjanlegur og næmur á börnin og þeim leyft að ræða um það sem var þeim efst í huga. Samræðurnar tóku yfirleitt um 30–45 mínútur og voru börnin dugleg að tjá sig og höfðu oft vel mótuð viðhorf til leikskólastarfsins. Þó gátu svörin oft og tíðum verið stutt og rökin stundum „af því bara“. Stundum þurfti að endurtaka spurningar sem börnin svöruðu ekki er leið á umræðurnar, og voru þau þá oft reiðubúin með svar skömmu síðar. Í lokin var rætt um það sem börnin höfðu teiknað meðan á samræðunum stóð, og varpaði sú umræða frekara ljósi á margt sem rætt hafði verið um. Rýnihópar Algengt er að nota rýnihópa til að nálgast upplýsingar frá hópi fólks. Þeir eru í eðli sínu líkir viðtali en byggjast á hópavinnu. Fær rýnihópsstjóri nýtir sér það sem þátt- takandi í rýnihópi segir til að fá fram viðbrögð annarra þátttakenda og kemur þannig af stað samræðu í hópnum (Fitzpatrick o.fl., 2004). Hálfopin viðtöl eru notuð í rýni- hópum og spurningar sem varpað er fram eiga að hvetja til umræðna meðal þátt- takenda til að öðlast skilning á umræðuefninu. Rýnihópar koma sérlega vel að gagni við þarfagreiningu og í formlegu mati. Mælt er með sjö til tíu þátttakendum í rýnihópi (Fitzpatrick o.fl., 2004; Posavac og Carey, 2003). Ástæðan fyrir því að rýnihópaviðtöl urðu fyrir valinu sem aðferð við gagnasöfnun í þessari rannsókn var sú að með þeim var hægt að koma af stað samræðu meðal ólíkra hagsmunaaðila um leikskólastarf. Haustið 2005 var tekið viðtal við einn hóp foreldra og starfsfólks í hverjum leikskóla. Skólastjóri hvers leikskóla valdi foreldra og starfsmenn í hópana með markvissu úrtaki. öll viðtölin fóru fram í lokuðu herbergi í viðkomandi leikskóla. Hópurinn sat við borð og var segulbandi stillt upp á borðinu. Rannsóknin var kynnt fyrir rýnihópunum í upphafi hvers viðtals. Til að hefja um- ræðu um hvern þátt fyrir sig voru niðurstöður úr samræðuhópum barnanna kynntar. Gafst þátttakendum í rýnihópunum þannig tækifæri til að ræða um þau sjónarmið sem fram komu hjá börnunum. Það er í samræmi við mósaík-nálgun Clark og Moss (2001) sem segir að fullorðnir þátttakendur í mati hafi tvö meginhlutverk: Í fyrsta lagi að ígrunda hvernig þeir haldi að lífið sé í leikskólanum og í öðru lagi að hlusta á viðhorf barnanna. Setti það mjög skemmtilegan svip á umræðuna í rýnihópunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.