Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 83 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir Verkefni B – Þverstæða Zenóns um Akkilles Þverstæðan um Akkiles er ein af nokkrum þverstæðum sem kenndar eru við Zenón, grískan heimspeking sem var uppi á fimmtu öld fyrir Krist. Þverstæðan um Akkilles er þeirra frægust og í henni kallar Zenón til leiks Akkilles sem var mestur kappi í liði Grikkja í stríðinu um Trójuborg. Skilningur á þverstæðunni felst í rauninni í því að viðurkenna að stærðfræðilega sé unnt að líta á endanlega vegalengd sem summu óendanlega margra eiginlegra hluta sinna. Nýti maður sér upplýsingarnar um 10 feta forskot skjaldbökunnar og það að hraði Akkillesar er tífaldur hraði hennar lítur dæmið svona út: Akkilles leggur af stað þegar skjaldbakan er komin 10 fet fram á veginn. Þegar Akkilles hefur hlaupið þessi tíu fet hefur skjaldbakan komist áfram eitt fet í viðbót. Þegar Akkilles hefur hlaupið það fet er skjaldbakan komin 1/10 úr feti til viðbótar fram á veginn og svo koll af kolli. Vegalengdin sem skjaldbakan fer áður en Akkilles nær henni, mæld í fetum, er því: 10 + 1 + 1/10 + 1/100 + 1/1000 + . . . Þessa óendanlegu summu má reikna út sem markgildi með aðferðum örsmæða- reiknings og útkoman er endanleg stærð: 100/9. Akkilles nær skjaldbökunni góðu þegar þau hafa lagt að baki 100/9 fet. Þverstæða Zenóns er eitt af fjölmörgum við- fangsefnum sem nota hefði mátt til að kanna skilning þátttakenda á sviði stærðfræði- greiningar og í því skyni var hún meðal annars valin. Verkefni C – Talnarunur Líkanasmíð er mjög mikilvægur þáttur í stærðfræðinámi, svo og það að nota mynstur til að leysa dæmi og setja fram tilgátur. Snar þáttur í þessu er greining á talnarunum. Eftirfarandi talnaruna: 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, . . . þar sem fyrstu tvær tölurnar eru 1 og 1 en hver liður rununnar þar á eftir er summa tveggja næstu liða á undan kallast Fibonacci-runa. Hún er kennd við áðurnefndan Fibonacci og birtist í reikningsbók hans Liber Abaci. Runan segir til um hve mörg kanínupör eru til staðar á hverjum tíma. Í upphafi er eitt par, sem frá og með næsta mánuði eignast eitt kanínupar í hverjum mánuði sem sjálft eignast eftir mánuð nýtt kanínupar í hverjum mánuði og svo koll af kolli án þess að nokkru sinni drepist kanína. Þessa talnarunu og kanínusögu hefur mátt finna í stærðfræðikennslubókum öldum saman, og er þá jafnan rætt um hvernig runan tengist hlutfallinu „gullinsniði“ og ýmsum fyrirbrigðum í náttúrunni. Runan er góðkunningi allra kennara og að mati greinarhöfunda kjörinn fulltrúi fyrir verkefni sem skyldi snúast um líkanasmíð og mynstur. Verkefni D – Hugtakaskilningur í algebru Í hreinni (e. abstract) algebru er mikið af óhlutbundnum hugtökum sem geta reynst nemendum erfið í byrjun. Verkefnið snerist um línulega vörpun milli tveggja línu- legra rúma og kjarna vörpunarinnar. Það fólst í að setja fram skilgreiningu á kjarna- hugtakinu og útskýra hvernig kjarni línulegrar vörpunar tengist því hvort vörpunin sé eintæk (varpi engum tveimur stökum á sama stak). Þess ber að geta að nemend- urnir voru að ljúka námskeiði í línulegri algebru á stærðfræðikjörsviði og þar hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.