Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201234 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi aðfErð Í rannsókninni sem hér er greint frá var leitað svara við því hvað í starfsháttum og skipulagi þriggja skóla megi ætla að stuðli að farsælu fjölmenningarlegu skólastarfi. Rannsóknin var gerð í apríl til júní 2010 og beindist að því draga fram það sem hefur reynst best í skólastarfi með nemendum af erlendum uppruna. Markmiðið var að móta tillögur að áherslum við skipulag fjölmenningarlegs skólastarfs sem byggðust á því sem best hefur reynst. Skólarnir voru valdir í ljósi sérstöðu sinnar og þekkingar á viðfangsefni rannsóknarinnar. Samkvæmt Ársskýrslu Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2008 voru Austurbæjarskóli og Fellaskóli með flesta nemendur sem fá kennslu í íslensku sem öðru máli (Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2009). Ákveðið var að einn skólanna yrði erlendur, með lengri reynslu af fjölmenningu en um er að ræða hér á landi. Lamptonskóli í London hefur skilað góðum árangri í opinberum könnunum og því áhugavert að skoða þau gildi, skipulag og starfshætti sem þar eru við lýði. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir skólunum þremur. Þátttökuskólar • Austurbæjarskóli hefur langa reynslu af fjölmenningarlegu skólastarfi. Í skólanum var starfrækt móttökudeild fyrir nemendur af erlendum uppruna frá árinu 1994. Eftir að móttökudeildir voru lagðar niður hefur verið starfrækt nýbúadeild við skólann þar sem nemendur af erlendum uppruna hafa fengið kennslu í íslensku og stuðning við annað nám. Skólinn vann að þróunarverkefninu fjölmenningarlegur grunnskóli frá árinu 2001. Markmið verkefnisins var að þróa þekkingu og reynslu innan skólakerfisins til að takast á við þá fjölbreytni sem einkennir nútímasamfélag. Skólaárið 2009–2010 voru nemendur af erlendum uppruna um 20% af nemendum skólans. Fram kemur í skýrslu um heildarmat Menntasviðs Reykjavíkurborgar í Austurbæjarskóla 2010 að meðalárangur nemenda skólans á samræmdum prófum, í læsiskönnunum og stærðfræðiskimun er yfir landsmeðaltali og í flestum tilfellum yfir meðaltali borgarinnar. Líðan nemenda í kennslustundum er yfir meðaltali allra grunnskóla á landinu (Austurbæjarskóli, 2010). • Fellaskóli hefur einnig reynslu af fjölmenningarlegu skólastarfi. Á stuttum tíma fjölgaði börnum af erlendum uppruna mikið. Árið 2003 fengu 7% nemenda í Fella- skóla kennslu í íslensku sem öðru máli og árið 2008 voru þeir orðnir um 21% (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2004; Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2009). Skóla- árið 2009–2010 voru um 44% nemenda af erlendum uppruna í skólanum og hafði fjórðungur þeirra búið hér á landi skemur en fjögur ár. Í sjálfsmatsskýrslu skólans kemur fram að yfir 90% foreldra telja að barninu sínu líði almennt vel í skólanum. Skólinn fékk hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar vorið 2009 fyrir Foreldranámskeið fyrir erlenda foreldra (Fellaskóli, 2010). Í Fellaskóla var ekki starfrækt móttökudeild en slík deild var í hverfinu. Í skólanum hefur verið nýbúa- ver í nokkur ár. Með auknum fjölda nemenda af erlendum uppruna hefur skólinn unnið þróunarverkefni sem stuðla að því að nemendur geti verið sem virkastir þátttakendur í bekk með innlendum jafnöldrum en fengið stuðning við námið og íslenskuna í nýbúaveri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.