Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012126
sk JólstæðingUr minn eða vinnUveitandi – skiptir það máli ?
um sjálfstætt líf sem notendastýrð persónuleg aðstoð byggist á (Þroskaþjálfafélag
Íslands, e.d.).
Í titli greinarinnar spyr ég hvort það skipti máli að vera skjólstæðingur eða vinnu-
veitandi. Samkvæmt minni reynslu skiptir það miklu máli, ekki bara fyrir vinnuveit-
anda minn heldur líka fyrir mig sem þroskaþjálfa. Í fyrsta lagi valdi vinnuveitandi
minn að ráða mig. Hann réð ekki þroskaþjálfa sem „stjórnar og ræður yfir fötluðu
fólki“ eða gefur fólki með þroskahömlun leyfi til að standa í skjóli sínu, sbr. hugtakið
skjólstæðingur. Hann réð fagmann sem gætir mannréttinda hans og sækir þau án þess
að vera bundinn af hagsmunum stofnunar, ríkis eða sveitarfélags. Hann réð fagmann
til að aðstoða sig við ákvarðanatöku og við að eiga sjálfstætt líf.
Það gjörbreytir lífi fatlaðs fólks að fá þjónustu og aðstoð sem miðar eingöngu að þörf-
um þess. Í það rúma ár sem vinnuveitandi minn hefur haft notendastýrða persónulega
aðstoð hafa opnast fjölmargir möguleikar fyrir hann sem áður stóðu ekki til boða
vegna þess að aðstoðin var ekki fyrir hendi. Dæmi um þetta er að vinnuveitandi minn
stundar nú nám í Háskóla Íslands.
Að lokum fagna ég því, ekki síst sem þroskaþjálfi, að þjónusta fyrir fatlað fólk
byggist í ríkari mæli á mannréttindum. ég tel að þroskaþjálfar eigi fullt erindi í störf
að fyrirmynd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Það krefst þess að þeir tileinki
sér og vinni eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Allir sem starfa í NPA þurfa
að minna sig á það daglega hver það er sem stjórnar og njóta þess að aðstoða fólk til
sjálfstæðs lífs.
HEiMilDir
Auður Finnbogadóttir. (2010). Ekkert um okkur án okkar: Aðkoma fólks með þroskahömlun
að gæðamati í þjónustu . BA-verkefni: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið.
Hallgrímur Guðmundsson. (2011). Frjáls/Free. (Aldís Sigurðardóttir og Freyja Haralds-
dóttir ritstjórar). Reykjavík: NPA miðstöðin.
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með áorðnum breytingum 127/1993, 148/1994,
140/1996, 161/1996, 130/1997, 156/1998, 52/1999, 174/2000, 93/2002, 95/2002,
83/2003, 152/2010, 160/2010, 162/2010, 88/2011, 26/2011, 78/2011.
Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011.
Lög um þroskaþjálfa nr. 18/1978.
Reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa nr. 215/1987.
Sendiherrar samnings S. Þ. um réttindi fatlaðs fólks. (2011). Tímaritið Þroskahjálp, 33(1),
33.
Velferðarráðuneytið. (e.d.). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks .
Sótt 23. janúar 2012 af: http://www.velferdarraduneyti.is/utgefid-efni/utgafa/
nr/3496.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. (2011). Yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til
Reykjavíkurborgar . Sótt 28. janúar 2011 af: http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/
Resources/velferdarsvi_-nytt/skjol/fatladir/Stoe_usk_rsla_yfirf_rsla_vinnu
goegn_14092011.pdf.