Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 90

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 90
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201290 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara Nánari útlistanir á hverjum hæfniþætti bandarísku viðmiðanna eru settar fram sem markmið og listinn hér að neðan gefur sýnishorn af markmiðum sem tengjast títt- nefndum stærðfræðiverkefnum greinarinnar. Þar segir um kennarann að hann skuli: • Greina eiginleika runu (til dæmis Fibonacci-runu). • Geta fundið formengi og varpmengi falls. • Geta skorið úr um hvort fall sé eintækt og/eða átækt og fundið andhverfu falls. • Skilja markgildishugtakið og hvernig það tengist samfelldni falls. • Skilja frumsendukerfi og hugtök því tengd (frumhugtök, skilgreind hugtök ….) • Beita eiginleikum samsíða og hornréttra lína við þrautalausnir. • Sýna skilning á því að nota tölvuforrit í rúmfræði. • Skilja þrautalausnaferlið. (Rice University, 2010) Með tilliti til þessara markmiða er niðurstaða könnunarinnar óbreytt. Stærðfræðileg ígrundun og hugtakaskilningur kennaranema við úrlausn á verkefnunum er veikur hlekkur. Undirbúningur sem þeir fá í fræðilegri stærðfræði í kennaranámi þyrfti að styrkja þessa þætti. Stærðfræðilegur undirbúningur kennaranema úr framhaldsskóla er að jafnaði ekki mikill. Meirihluti þeirra er með stúdentspróf af mála- eða félagsfræðibraut og hefur að meðaltali lokið innan við þrettán einingum í stærðfræði (Freyja Hreins- dóttir og Friðrik Diego, 2009). Til samanburðar má geta þess að í eftirtöldum deildum Háskóla Íslands er ýmist gerð krafa um eða eindregið mælt með að umsækjendur um grunnnám hafi lokið 21 einingu í stærðfræði á stúdentsprófi: Jarðvísindadeild, Líf- og umhverfisvísindadeild, Raunvísindadeild. Fyrst engin slík krafa er gerð til umsækj- enda um grunnnám í Kennaradeild hlýtur sú spurning að vakna hvort nemendur á stærðfræðikjörsviði í kennaranámi þyrftu ekki einfaldlega að fá meiri undirbúning í fræðilegri stærðfræði á kjörsviðinu. Þetta væri í samræmi við þá niðurstöðu í framan- greindri rannsókn Ragnhildar Bjarnadóttur að aðeins 22% kennaranema töldu kennara- námið hafa stutt vel við sig varðandi þekkingu sem tengdist skólanámsgreinum og 65% nemanna töldu að áherslan á þessa þætti hefði átt að vera meiri (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2005). Hugtakaskilningur í stærðfræði styrkist með auknu fræðilegu námi og í háskólanámi í stærðfræði er ígrundun á hugtökum og því fræðilega sam- hengi sem þau eru í ómissandi þáttur. Það að ígrunda og beita spurulum hug lærist og verður sjálfsagður og eðlilegur hlutur þegar fram í sækir í stærðfræðinámi. lOKaOrð Vert er að huga að því hvort ekki sé rétt að innleiða sérstakt skyldunámskeið í þrauta- lausnum á stærðfræðikjörsviði í kennaranámi. Það hefur færst í vöxt og er talið gefa góða raun að byrja á þessum þætti í grunnnámskeiðum í stærðfræði fyrir almenna kennaranema (Long og DeTemple, 2006). Framangreint valnámskeið, Þrautagleði, í kennaranámi í Háskóla Íslands hefur sýnt sig að eiga fullt erindi inn á stærðfræðikjör- sviðið. Báðir greinarhöfundar hafa komið að undirbúningi framhaldsskólanema fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.