Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 89 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir C smíðuðu þátttakendur talnarunur, eftir ábendingu greinarhöfundar, og greindu eiginleika þeirra (eða skort á eiginleikum) ýmist sjálfir eða í framhaldi af spurningu greinarhöfundar. Fyrir utan skilgreiningu á hugtaki í verkefni D reyndi á að greina orsakasamhengi milli þess og annars hugtaks. Einn þriggja þátttakenda leysti báða þætti og lausn hans gaf ótvírætt jákvætt svar við spurningu um gagnrýna og grein- andi hugsun. Verkefni E snerist um hugtakaskilning og sannanir í rúmfræði. Þátt- takendur áttu í erfiðleikum með að setja fram nákvæma skilgreiningu á hugtaki sem þeir höfðu unnið með í rúmfræði. Segja má að hér hafi ekki tekist nægilega vel til í kennslu námskeiðsins hvað varðar að laða fram greinandi hugsun nemendanna um dæmigert rúmfræðihugtak. Loks var greining þátttakenda á mætti teikniforrita til að sanna stærðfræðisetningar röng. 3. Virðast kennaranemar ígrunda verkefni sem þeir fást við eða hafa leyst og freista þess að sjá það í víðara samhengi? Spyrja þeir sig spurninga? Í engu tilfelli kom fram að þátttakendur spyrðu sig spurninga að fyrra bragði eða reyndu að sjá verkefni í víðara samhengi en það var sett fram. 4. Er auðvelt að beina kennaranemum, sem láta duga að leysa verkefni, inn á þá braut að ígrunda verkefnið frekar? Í öllum tilfellum sem á reyndi var svarið við þessari spurningu já. Niðurstöður benda til þess að nokkuð vanti upp á að undirbúningur kennaranema í fræðilegri stærðfræði sé nægilega traustur. Þeir þyrftu að hafa dýpri hugtakaskilning og spurulli og betur greinandi hug. Hæfnina til að ígrunda þyrfti að styrkja í kennara- námi þeirra og það stendur upp á kennsluna á stærðfræðikjörsviði að gera það. Það skiptir sköpum að láta kennaranema temja sér að kafa dýpra í verkefni en svo að nægi til að leysa þau. Þetta er nátengt framangreindum fjórum flokkum markmiða í stærð- fræði sem fjalla um aðferðir og námskráin frá 1999 getur um. Þar segir: Lögð er áhersla á að hægt sé að þjálfa leikni í að takast á við viðfangsefni þar sem lausnir liggja ekki í augum uppi. Sú leikni er samofin öðrum þáttum. Leit að lausnum krefst bæði hugkvæmni og rökvísi og færni í notkun tungumálsins eykur rökvísi. (Menntamálaráðuneytið, 1999, bls. 7) Í dönsku KOM-skýrslunni eru tilgreindir átta hæfniþættir sem taldir eru mikilvægir fyr- ir stærðfræðinám og -kennslu á öllum skólastigum. Þessir þættir verða ekki aðgreindir heldur tvinnast saman en segja má að niðurstaða rannsóknarinnar bendi til þess að þættirnir hugsanagangur, þrautalausnir, röksemdafærsla og framsetning séu hlekkir sem þyrfti að styrkja hjá flestum þátttakendum. Hvað varðar framangreint líkan Pólya fyrir þrautalausnaferli liggur beinast við að beina sjónum að niðurstöðum úr verkefni A, þrautinni um óþekktan arf, og verkefni B, þverstæðu Zenóns um Akkilles, og hér skiptir í tvö horn: Nemendur náðu sæmilegum tökum á fyrra verkefninu en litlum á því síðara. Í fyrra verkefninu steig enginn síðasta Pólya-skrefið af fjórum: Að líta til baka. Áður hefur verið minnst á fræðilega hæfniþætti úr viðmiðum fyrir stærðfræði- kennara á unglingastigi í Bandaríkjunum sem greinarhöfundar notuðu ásamt öðrum viðmiðum við val á þeim stærðfræðiverkefnum sem eru til umræðu í þessari grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.