Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201236 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi hvorn skóla og setið í þremur kennslustundum á hvorum stað. Í enska skólanum var dvalið tvo heila daga, setið í fjórum kennslustundum, fylgst með nemendafundi og borðað í mötuneyti kennara og nemenda. Opinber gögn voru nýtt til að fá fyllri mynd af skólunum. Upplýsingar um skólana af heimasíðu þeirra og aðrar upplýsingar um skólana sem koma fram í opinberum gögnum um skólastarfið voru hluti af rannsóknargögnunum. önnur gögn sem notuð voru við rannsóknina voru gögn sem viðmælendur létu okkur í té, svo sem um þátt- töku nemenda í tómstundastarfi, mætingar nemenda og fleiri gögn sem tekin höfðu verið saman um skólastarfið en voru ekki birt opinberlega. Kennararnir voru valdir með aðstoð skólastjórnenda á hverjum stað. Þeir hafa allir þekkingu og reynslu af fjölmenningarlegu skólastarfi. Viðhorf þeirra og starfshættir þurfa ekki að vera einkennandi fyrir aðra kennara skólanna. Með leyfi skólastjórn- enda er hér látið koma fram um hvaða skóla er að ræða en jafnframt var ákveðið að nota hvorki nöfn skólastjóra né kennara. Viðtölin voru tekin upp, skráð orðrétt og flokkuð. Rannsóknargögnin voru lesin yfir, greind og flokkuð í þemu. Vettvangsnótur úr vettvangsathugunum, opinber gögn og önnur gögn um skólana voru einnig greind og flokkuð. Hvert tilvik var greint sérstaklega en niðurstöður eru byggðar á öllum tilvikunum. niðurstÖður Í þessum kafla verður greint frá því sem að mati viðmælenda hefur best reynst í skólastarfinu. Þessir þættir snúa að fjölmenningarlegum áherslum í skólastarfinu, námi og kennslu ásamt félagslegu uppeldi nemenda, samstarfi við foreldra og vinnu gegn einelti og fordómum. Fjölmenningarlegar áherslur í skólastarfi og skipulag Skólarnir í rannsókninni áttu það allir sameiginlegt að þar var stór hópur barna af erlendum uppruna og þeir höfðu þróað skipulag til að mæta þessum nemendahópi. Í stefnu skólanna var að finna orð eins og jöfnuð, virðingu og samvinnu. Uppruni var einungis einn þáttur margbreytileikans að mati viðmælenda. Einn viðmælenda í Austurbæjarskóla benti á að fjölmenning hefði alltaf verið til og mikilvægt væri að líta á kosti hennar. Í Austurbæjarskóla nefndi skólastjórinn að góður árangur næðist ekki nema jarðvegurinn væri til staðar. „Þá meina ég skólamenningin, skólakúltúrinn. Hér er í góðu lagi að vera öðruvísi, það er bara allt í lagi,“ sagði hann. Hann þakkaði þetta skólahverfinu en þar hefur búið fólk úr öllum stéttum samfélagsins frá því skólinn tók til starfa. Undir þetta tók skólastjóri Fellaskóla og lagði áherslu á gagnkvæma aðlögun nemenda af íslenskum og erlendum uppruna og sagði það vera styrk fyrir skóla að takast á við samfélag ólíkra einstaklinga. Hann vildi að allir fyndu sig á heimavelli í skólanum. Aðstoðarskólastjórinn í Lamptonskóla benti á mikilvægi þess að ungt fólk í nútímasamfélagi kynntist fólki úr annarri menningu og trúarbrögðum, skildi sjónarmið þess og væri ekki hrætt við aðra menningarheima. Hann sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.