Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201232 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi að mati fræðimanna, þ.e. gagnkvæm virðing og mannréttindi. Enn fremur þarf að stuðla að lýðræðislegri þátttöku og valdeflingu þannig að allir nemendur geti verið virkir þátttakendur og eigi hlutdeild í skólastarfinu (Hanna Ragnarsdóttir, 2007b; Nieto, 2010; Wrigley, 2000). Með valdeflingu er átt við ferli þar sem nemendur finna að þeir geta haft áhrif á hvernig líf þeirra þróast og þannig haft vald á lífi sínu. Valdefling tengist því mannréttindum og þá um leið lífsgæðum einstaklinganna (Nieto, 2010; Wrigley, 2003). Að mati Barkar Hansen (2003) þurfa gildin að byggja upp og efla skólastarfið. Eitt af hlutverkum skólastjórnenda er því að stuðla að því að sem flestir tileinki sér framsækin gildi fyrir skólastarfið. Jákvæð skólamenning sem einkennist af virðingu og hefur að leiðarljósi að vinna gegn ójöfnuði er undirstaða farsæls skóla- starfs (Banks, 2010; Nieto, 2010). Til að vinna að framgangi fjölmenningarlegrar menntunar er nauðsynlegt fyrir skólafólk að hafa einhver atriði til að miða við í umbótastarfinu. Banks (2010) setur fram áhersluþætti sem skólar geta notað við að skipuleggja skólastarf út frá hug- myndafræði fjölmenningarlegrar menntunar og meta hvar þeir eru staddir í ferlinu. Áhersluþættirnir lúta allir að því að unnið sé að jöfnuði í skólunum, gert sé ráð fyrir að allir nemendur taki framförum og nái góðum árangri, kennsluaðferðir og námsgögn hafi tilvísun í fleiri en einn menningarheim, nemendum sé bent á að viðhorf og menn- ing hafi áhrif á það hvernig þekking er sköpuð og unnið sé að því með nemendum að þróa jákvæða afstöðu til fólks af mismunandi uppruna, kyni og menningu. Skipulag skólastarfs og áherslur í námi og kennslu Fjölmenningarleg menntun sem umbótahreyfing gengur út frá því að nám nemenda sé forgangsatriði. Gengið er út frá því að allir nemendur hafi hæfileika sem hægt sé að byggja nám þeirra á og gerðar eru miklar kröfur til allra. Gildin í menningunni og móðurmálið sem börnin alast upp við hafa áhrif á nám nemenda og með það í fartesk- inu koma nemendur í skólann (Nieto, 2010; Nieto og Bode, 2010). Að mati Wrigleys (2000) búa nemendur af erlendum uppruna yfir mikilli færni, þar sem þeir hugsa, skilja og eiga samskipti á tveimur tungumálum og geta flutt sig á milli tveggja ólíkra menningarheima þar sem mismunandi gildi og siðir ríkja. Þessa færni er mikilvægt að nýta og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin og samfélagið ef ekki er litið á fjölbreytileikann sem jákvætt afl. Börnin glata tengslum við uppruna sinn og menn- ingu og samfélagið glatar auðlind sem er tungumálaþekking þessara einstaklinga. Því er mikilvægt að skólinn nýti þá möguleika sem hann hefur til að hjálpa nemendum að viðhalda móðurmálinu og hugi að menningu allra (Cummins, 2005; Nieto, 2010; Wrigley, 2000). Nieto (2010) bendir á að fjölmenningarleg menntun snúist um að efla nám nemenda. Hún nefnir nokkur atriði sem hafa þurfi í huga þegar nám nemenda er skipulagt: að nám sé virkt ferli, að nám byggist á reynslu nemenda, að menningarlegur munur hafi áhrif á nám, að nám verði fyrir áhrifum af því umhverfi sem það fer fram í og síðast en ekki síst að nám sé félagslegt ferli sem þróist innan menningarinnar og samfélagsins. Til að ná þessu fram eru kennsluaðferðir sem byggjast á samvinnu mikilvægar þar sem börn læra mest þegar þau eru virk og vinna með öðrum. Samvinna er hvetjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.