Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Qupperneq 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Qupperneq 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201258 lýðræðislegt samræðUmat (Layzer o.fl., 1993). Þá er starfsemi leikskóla tekin úr menntunarfræðilegu samhengi og um leið er dregið úr fagmennsku; „hvernig“ kemur í stað „af hverju“. Í stað þess að tæknigera leikskólastarfið og nota tæknilega mælikvarða við mat á leikskólastarfi er hægt að setja staðbundin viðmið með þátttöku þeirra sem í hlut eiga. Dæmi um slíkt má sjá í skýrslu sem gefin var út af European Commission Network on Childcare-samtökunum (1996), Quality targets in service for young children . Þau fjörutíu viðmið sem þar eru sett fram eru afrakstur af fimm ára ferli, þar sem umræðugrund- völlur um gæði var lagður fyrir tólf sérfræðinga Evrópusambandsins. Skýrsluhöfundar telja að gæði séu huglægt hugtak sem byggist á gildum og trú, og að skilgreiningu á gæðum sé aldrei lokið, það sé ferli sem geri ráð fyrir reglubundinni endurskoðun og sé mikilvægt í sjálfu sér. Ferlið eigi að vera þátttakendamiðað og lýðræðislegt, með ýmsum hagsmunaaðilum innanborðs, þar á meðal börnum, foreldrum og kennurum. Viðurkenna þurfi að þarfir, viðhorf og gildi þessara hópa eru oft ólík. Af framansögðu er ljós nauðsyn þess að skilgreina það sem er okkur mikilvægt í leikskólastarfi. Í því sambandi þurfum við að spyrja okkur hvað við viljum börnum okkar til handa og hvernig við skilgreinum gott líf og merkingarbæra tilveru. Þau svör sem við gefum segja margt um skilning okkar á stöðu barna í samfélaginu. öðlast þarf skilning á því hvernig leikskólastarfsemi er fremur en að meta gæði hennar eftir fyrir- fram gefnum kvörðum. Með skilningi og umræðum spretta síðan fram breytingar og leikskólinn verður „skóli sem breytist“ (e. school which changes), síbreytileg stofnun sem þróast í stöðugri samræðu foreldra, starfsfólks og barna (Dahlberg o.fl., 2007). Sjónarmið barna í mati Á árum áður áttu börn að sjást en ekki heyrast. Sjónarmið þeirra voru lítils virði og áhersla lögð á að börn þegðu og hlustuðu á þá fullorðnu (Loftur Guttormsson, 1983). Nú eru breyttir tímar og aukinn áhugi á því að hlusta á skoðanir barna á leikskóla- aldri (Clark, Kjørholt og Moss, 2005; James, 2002; James og Prout, 1997; Mauthner, 1997). Clark og Moss (2001) hafa sett fram umgjörð um hlustun sem reyndist gagnleg fyrir þessa rannsókn en umgjörðin byggist á margþættum aðferðum við að ná fram viðhorfum barna sem taka mið af fjölbreyttum tjáningarmáta þeirra. Lögð er áhersla á þátttöku barna þar sem gengið er út frá því að börn séu sérfræðingar í lífi sínu. Ígrundun meðal barna, foreldra og annarra þátttakenda er talin vera mikilvæg fyrir túlkun og merkingu þess sem börn segja. Með því að túlka og byggja upp merkingu er verið að hlusta á börn á virkan hátt í anda uppeldisfræði hlustunar (e. pedagogy of listening). Leggja þarf áherslu á sveigjanleika umgjarðarinnar svo hægt sé að laga hana að hverjum leikskóla fyrir sig. Lögð er áhersla á upplifanir barna þar sem fjallað er um reynslu þeirra fremur en nám þeirra og þarfir. Hlustun er inngróin í starfið (e. embedded into practice), en það felur í sér að hægt er að styðjast við umgjörðina sem matstæki og einnig í daglegu leikskólastarfi. Þá er átt við að hlustun verði stöðug samræða barna og fullorðinna, í stað þess að vera einstaka samtal um samráð. Nálgun Clark og Moss (2001, 2005) á grundvelli þessara atriða er svokölluð mósaík- nálgun (e. the mosaic approach) en nafnið vísar til margra brota sem mynda eina heild. Mósaík-nálgunin felur í sér tvö stig. Fyrra stigið vísar til brota af viðhorfum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.