Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 103

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 103
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 103 gUðrún v. stefánsdóttir landi gerir ráð fyrir að fatlað fólk eigi rétt á fullri þátttöku á öllum sviðum samfélags- ins. Þroskaþjálfar hafa sem starfsstétt aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum og að flestra mati tekist það vel. Eins og áður segir voru lög um þroskaþjálfa samþykkt árið 1978 en þau lög eru ennþá í gildi. Auk þess var sett reglugerð um störf og starfsvett- vang þroskaþjálfa árið 1987. Lögin og reglugerðin eru börn síns tíma og urðu til þegar þroskaþjálfar störfuðu á Kópavogshæli eða í öðrum sértækum úrræðum fyrir fatlað fólk. Þau bera þess einnig merki að á þeim tíma var forræðishyggja gagnvart fötluðu fólki ríkjandi og læknar og sérfræðingar taldir best til þess hæfir að meta hvað væri fötluðu fólki fyrir bestu. Löngu er því tímabært að endurskoða lögin og reglugerðina og eru þroskaþjálfar meðvitaðir um það eins og starfskenning þeirra ber merki. Þar er m.a. talað um að þroskaþjálfar séu fagstétt sem starfar með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingar og að störf þeirra byggist á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunar- rétti og mannhelgi (Þroskaþjálfafélag Íslands, e.d.). Starfskenningin er því í takti við ríkjandi áherslur í málaflokkum fatlaðs fólks sem byggjast á mannréttindasjónarmiðum og kröfunni um fulla þátttöku í samfélaginu. Eins og áður segir kalla ný viðhorf og breyttar hugmyndafræðilegar áherslur í málaflokkum fatlaðs fólks einnig á ígrundun um menntun þroskaþjálfa. Þróun í námi þroskaþjálfa hefur frá upphafi verið nátengd stefnu og hugmyndafræði á vettvangi fatlaðs fólks. Þroskaþjálfanámið í dag endurspeglar vel hugmyndafræði mannrétt- indasjónarmiða og sjálfstæðs lífs en þar er ítrekað að hlutverk fagstétta á borð við þroskaþjálfa sé fyrst og fremst að ryðja hindrunum úr vegi fatlaðs fólks og veita því aðstoð í þeim tilgangi að stuðla að fullri þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins. Enn fremur er litið svo á að hlutverk þroskaþjálfa felist ekki síst í rétt- indagæslu með fötluðu fólki. Hugtakanotkun á þessum vettvangi og í þroskaþjálfa- náminu endurspeglar þessa þróun vel. Hugtök á borð við stuðning og persónulega aðstoð, réttindagæslu og mannréttindanálgun hafa komið í stað hugtaka sem áður voru ríkjandi, eins og uppeldi, þjálfun, gæsla og umönnun. Nú þykir heldur ekki við hæfi að tala um fatlað fólk sem skjólstæðinga enda er það í æ ríkari mæli vinnuveit- endur þroskaþjálfa og annarra fagstétta. Í takt við breytt hlutverk þroskaþjálfa má einnig varpa fram þeirri spurningu hvort starfsheitið þroskaþjálfi sé ekki barn síns tíma og þurfi endurskoðunar við. Þó að nám þroskaþjálfa hafi tekið miklum breytingum er enn tekist á um ýmsa áhersluþætti í náminu, bæði innan Háskóla Íslands og meðal þroskaþjálfa. Bent hefur verið á að enn byggist hluti námsins á klínískum greinum eins og sálfræði og læknis- fræði. Á hinn bóginn hefur komið fram sú gagnrýni að of mikil áhersla sé á fötlunar- fræði, félagslegan skilning og mannréttindanálgun á kostnað þjálfunarleiða og með- ferðarforma. Ætla má að ávallt verði einhver skörun á milli þessara þátta í námi og starfi þroskaþjálfa en aftur á móti getur reynst erfitt að finna rétt vægi. Ljóst er að mörg úrlausnarefni eru framundan, en tilgangur greinanna sem hér fara á eftir er að varpa ljósi á þau sem efst eru á baugi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.