Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 39 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen Kennsluaðferðir í Lamptonskóla byggðust mikið á samræðum milli nemenda og kennara og skýrt afmörkuðum verkefnum sem nemendur áttu að ljúka í tímum. Áhersla var á lykilhugtök og voru nemendur hvattir til að nota hugtökin í rökræðum um þau málefni sem voru til umræðu. Í kennslustundum var lögð áhersla á að skilja persónur og atburði sem verið var að fjalla um út frá mismunandi sjónarhóli og dýpka skilning nemenda á efninu. Nemendur voru hvattir til að koma með rök með og á móti áður en þeir mynduðu sér sjálfir skoðun á efninu. Kennsluaðferðir sem byggjast á samvinnu og samræðum kenna nemendum að vinna saman. Því má segja að félags- legt uppeldi skólanna þriggja fari fram í gegnum námið. Enginn skólanna þriggja býður upp á kennslu í móðurmáli nemenda en í öllum skólunum voru nemendur og foreldrar þeirra hvattir til að viðhalda móðurmálinu. Á bókasöfnum skólanna var hægt að útvega bækur á móðurmáli nemenda og einnig var efni af netinu á móðurmáli nemenda nýtt sem stuðningur við námið. Í íslensku skólunum hafa kennarar í nýbúadeildum unnið stigskipt próf í íslensku til að fylgjast með framvindu námsins. Nemendur taka síðan eins fljótt og þeir geta sömu próf og aðrir nemendur skólans. Markmið Lamptonskóla var að ná því besta út úr hverjum nemanda og voru nemendur aðstoðaðir við að setja sér markmið um betri árangur en þeir höfðu áður náð. Umsjónarkennarar voru lykilpersónur í að fylgjast með námi og líðan nemenda. Þeir leituðu leiða til að bæta árangur nemenda ef mark- miðin náðust ekki eða ef nemandi dalaði í náminu. Nemendur í skólunum gátu fengið aðstoð við heimanám í skólanum í lok skóladags en nemendum Fellaskóla stóð til boða heimanámsaðstoð á bókasafni hverfisins. Í svörum viðmælenda kom fram að mikilvægt væri fyrir nemendur af erlendum uppruna að einhver ákveðinn aðili innan skólans með sérþekkingu hefði umsjón með kennslu markmálsins. Þeir töldu mikilvægt að nemendur gætu leitað til þessa aðila með ýmis mál sem vörðuðu skólagönguna og veruna í landinu. Samstarf við foreldra og vinna gegn einelti og fordómum Misjafnt var í skólunum þremur hvernig staðið var að samstarfi við foreldra, en allir viðmælendur voru sammála um mikilvægi þessa þáttar. Einn viðmælandi í Austur- bæjarskóla sagði að kennarar ættu að vera leiðandi í foreldrasamstarfi, ekki væri hægt að velta því yfir á aðra. Hann sagði: Kennarinn verður að vera góð fyrirmynd og sýna að það er ekki gefið eftir. Það eru ákveðin lögmál sem við vinnum eftir. Það má ekki gefa eftir og ekki gefast upp við að ná til erlendu foreldranna. Það hefur sýnt sig að það skilar árangri að gefast ekki upp. Reynsla þessa kennara var að foreldrar barnanna í bekknum væru tilbúnir að leggja á sig vinnu til að ná til allra. „Það er alltaf einhver sem er til í að hjálpa að koma skila- boðum á milli,“ sagði hann „og með þessu móti næst árangur.“ Í íslensku skólunum var haldið móttökuviðtal við upphaf skólagöngu erlendu nemendanna þar sem bakgrunnsupplýsingum var safnað saman. Í viðtölum við foreldra var boðið upp á túlkaþjónustu. Þar voru líka fræðslunámskeið á nokkrum tungumálum á haustin fyrir foreldra af erlendum uppruna. Á þessum námskeiðum var farið í gegnum ýmislegt sem tengdist skólagöngunni, kennt á upplýsingakerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.