Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Qupperneq 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Qupperneq 75
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 75 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir mikilvægt að nemendur læri að koma skipan á þekkingu sína og þjálfist í að skoða skilning sinn á fyrirbrigðum stærðfræðinnar (Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Angantýs- dóttir og Jónína Vala Kristinsdóttir, 2011). Bækurnar fyrir efstu bekki heita 8–tíu og í kennsluleiðbeiningum með fyrsta hefti þess bókaflokks er fjallað um stærðfræði- kennslu. Þar segir: „Áhugi hefur skapast á þróun kennsluhátta með það markmið að búa nemendum aðstæður til að byggja upp hugtakaskilning sinn til þess að þeir geti náð betri árangri í stærðfræðinámi sínu“ (Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnars- dóttir, 2006, bls. 6). Hugsmíðahyggja snýst um það hvernig einstaklingur lærir og hún gerir nýjar kröfur til nemenda og kennara. Það er álit fræðimanna á sviði stærðfræðimenntunar að hlutverk kennarans skipti sköpum um það hvernig til tekst og kennarinn verði að finna út hvað nemandinn er að hugsa eigi hann að geta stuðlað að því að nám sem byggist á skilningi nemandans eigi sér stað (Math Forum, 2009). Það gefur auga leið að til þess að kennarinn megi verða sá lærimeistari sem hér er stefnt að er óhjákvæmi- legt að skilningur hans á stærðfræðiverkefni sem nemandi hans glímir við sé djúpur, hann hafi sjálfur brotið verkefnið til mergjar og sjái það í mun víðara samhengi en raunhæft er að ætlast til að nemandi hans geri. Í þessari grein er fjallað um stærðfræðiverkefni sem höfundar lögðu fyrir nokkra kennaranema og glímu nemanna við þau. Rannsóknin fór fram á fyrsta áratug 21. aldar en til að auka á nafnleynd þátttakenda er ekki tekið nákvæmar fram hvenær það var. Þegar vísað er til kennaradeildar kann að vera átt við deild innan Háskóla Íslands eða deild innan Kennaraháskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hugtakaskilning og stærðfræðilega ígrundun þátttakenda og leggja með því mat á það hvort undirbúningur í fræðilegri stærðfræði í kennaranámi tæki nægilegt mið af því að undirbúa nemendur undir að starfa af fagmennsku í anda hugsmíða- hyggju. Verkefnin voru af ólíkum sviðum stærðfræðinnar, meðal annars úr talnafræði, algebru og rúmfræði. Þau hafa þráfaldlega komið við sögu í kennslu greinarhöfunda á liðnum árum og sum þeirra mætti raunar telja sígild stærðfræðidæmi. BaKsVið Straumar og stefnur í stærðfræðikennslu taka breytingum í áranna rás og segja má að nú sé það pólitískur vilji hér á landi að kennslan sé í anda hugsmíðahyggju og lögð meiri áhersla á lausnir þrauta og greinandi hugsun en var á árum áður. Til að varpa ljósi á þetta er hér rakin í stuttu máli þróun aðalnámskrár grunnskóla enda hafa nýjar áherslur endurspeglast í námsefni í stærðfræði bæði í kennaranámi og í grunnskóla. Einnig er hér stutt umfjöllun um þrautalausnir sem hafa fengið síaukið vægi í stærð- fræðikennslu. Námskrár Í íslenskum námskrám fyrir skyldunám hefur kennslufræði verið meiri gaumur gefinn hin síðari ár en áður var. Í Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri sem gefin var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.