Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201238 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi Kennararnir í rannsókninni lögðu allir áherslu á mikilvægi samvinnu í námi nem- enda. Í Austurbæjarskóla var áhersla á að nota CLIM-kennsluaðferðina (cooperative learning in multicultural groups) í öllum bekkjum. Það er kennsluaðferð sem byggist á skipulagðri samvinnu nemenda. Á veggjum skólans voru spjöld með slagorðum eins og „Allir geta eitthvað, enginn getur allt“ sem minna á þennan þátt í skólastarfinu. Einn kennari skólans sagði að þessi aðferð kæmi þeirri hugsun inn hjá nemendum að þeir ættu að vera virkir þátttakendur í náminu. Undir þetta tók annar viðmælandi en hann sagði: „Þessar aðferðir örva krakkana og gera kennsluna skemmtilega.“ Í Fellaskóla var skipulagið með svipuðu móti. Þar var mikil áhersla á markvissa samvinnu nemenda. Þegar rannsóknin fór fram voru tvö þróunarverkefni í gangi í Fellaskóla. Markmiðið með báðum verkefnunum var að efla lestur, orðaforða og les- skilning um leið og nemendum var kennd glósutækni og samvinna. Með aðferðum þróunarverkefnanna var gert ráð fyrir að auðveldara væri að kenna saman börnum sem hefðu ólíka færni í lestri og íslensku. Einn viðmælenda í Fellaskóla sagði: Krakkarnir eru orðnir mjög flinkir í samvinnu og mjög flinkir í því að hafa skólann skemmtilegan og líða vel í skólanum. Þau eru að læra heilan helling en þau læra á annan hátt. Fram kom í máli íslensku kennaranna að þeim fannst mikilvægt að nemendur væru ekki lokaðir inni í nýbúadeildum og lærðu bara íslensku, stærðfræði og ensku. „Mikil- vægt er að þau missi ekki af þessum almenna fróðleik sem þau læra í greinum eins og samfélagsfræði og náttúrufræði,“ sagði kennari í Fellaskóla. Á mið- og unglingastigi væri verið að leggja grunn að framhaldinu í þessum greinum og „samskiptamálið gagnast þeim ekki eitt og sér við námið þegar þau koma í framhaldsskóla,“ sagði kennarinn. Í Lamptonskóla stunduðu nemendur nám með sínum jafnöldrum og fengu stuðning við námið og enskuna í ensku sem öðru máli. Kennarinn sem sá um þá kennslu sagði að nemendur yrðu að fá tækifæri til að vera með jafnöldrum, að öðrum kosti væri bara verið að stuðla að einangrun nemenda. Þegar nemendur af erlendum uppruna koma í skólann sagðist hann safna bakgrunnsupplýsingum um þá áður en hann skipulegði kennsluna. Hann sagðist flokka nemendur í fjóra aðalflokka og vinna með þá út frá þessum flokkum. Í fyrsta flokknum eru nemendur sem kunna ekki ensku og hafa ekki reynslu af skólum. Í öðrum flokknum eru nemendur sem eru læsir á sitt móðurmál en kunna enga ensku. Í þriðja flokknum eru nemendur sem geta að einhverju marki notað ensku við námið og í fjórða flokknum eru nemendur sem hafa hlotið hluta af menntun sinni í enskum skólum. Sérstaka athygli vakti að hjá nemendum í fjórða flokknum var lögð áhersla á að kennarar væru vakandi fyrir menningarbundnum skírskotunum og útskýrðu þær fyrir nemendum. Kennarinn sem kenndi ensku sem viðbótarmál í Lamptonskóla lagði áherslu á að kenna enskuna í gegnum efni sem verið væri að fjalla um í bekknum þannig að nemendur byggðu upp þekkingu í námsgreinum um leið og unnið væri með tungumálið. Hann sagðist taka mið af kennsluaðferðum sem notaðar væru í bekknum og því væri mikilvægt að hafa samvinnu við aðra kennara nemand- ans. Í skólanum var stefnt að því að nemendur með annað móðurmál en ensku tækju GCSE-prófin og því fá nemendur aukna kennslu í ensku í 9. bekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.