Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 23 sigríðUr margrét sigUrðardóttir og rúnar sigþórsson kennsluhátta í teymisvinnu. Þeir hafa með þessu þjálfast í að sýna frumkvæði og taka ábyrgð enda þótt persóna Garðars og staða virðist enn skipta töluverðu máli og mikið velti á hans úrlausnum í ýmsum málum. Flest stærri mál sem rædd eru innan teymanna eða á stigsfundum eru borin undir Garðar og Aldísi en það bendir einmitt til þess að kennarar leiti eftir staðfestingu stjórnenda en taki ekki afgerandi forystu. Það sýnir að enn hafi Garðar ekki dregið sig í hlé sem forystumaður á þann hátt sem Lambert (2006) talar um að einkenni stig mikillar forystuhæfni. Einnig gæti styrkur Garðars verið of mikill í þeim skilningi að hann komi á starfsháttum á forsendum persónulegra eiginleika sinna en á kostnað forystuhæfni annarra. Þetta gæti verið raunin þegar litið er til þess að þau verkefni sem hann hafði minni afskipti af virtust síður ná að festast í sessi. Með því móti verður persóna hans skólanum áfram mikilvæg og núverandi starfshættir gætu horfið með Garðari þegar kemur að því að hann lætur af störfum, sérstaklega þeir sem enn falla undir stig breytinga. Þegar rannsóknin var gerð hafði Garðar aukið afskipti af þróunarvinnu, sem hann var áður búinn að láta í hendur annarra, vegna þess að hún hafði ekki náð þeim mark- miðum sem stefnt var að. Það er dæmigert fyrir forystuhegðun skólastjóra á stigi breytinga. Lambert (2003, 2006) segir að þegar mikilli forystuhæfni er náð eigi þeir sem taka að sér verkefni að geta lokið þeim án þess að skólastjóri hafi bein afskipti af þeim. Jafnframt segir Lambert að skólastjórar þurfi að skilja á hvaða leið menningin er og bregðast við, eins og Garðar gerði með því að halda samræðum áfram, taka þátt í ferlinu og leiðbeina, og það sé hluti af því að færast af stigi breytinga yfir á stig mikillar forystuhæfni. Garðar getur unnið á mismunandi stigum forystuhæfni eftir því hvar þeir sem hann vinnur með eru staddir í ferlinu, en það er að áliti Lambert (2006) mikilvægur hæfileiki í þróun forystuhæfni skóla og bendir til hæfni á þessu sviði. Þetta má einnig túlka í ljósi þeirrar niðurstöðu Leithwood og félaga (2008) að skólastjórar þurfi að geta breytt aðferðum og forystustíl eftir því hvar í þróunarferlinu skólinn eða einstaklingar innan hans eru staddir. Einnig má líta á ákvarðanir Garðars sem dæmi um þá blöndun milli valdaforystu og samvirkrar forystu sem Gronn (2008, 2010) lýsir. Áhersla Garðars á umræður, samvinnu og teymisvinnu hefur ýtt undir það að hann og annað starfsfólk deili áhyggjum sínum og vangaveltum um starfið. Hugmyndir þeirra og stjórnenda falla orðið vel saman eins og nýleg tillaga kennaranna um jafningja- stuðning, sem ekki tókst að koma á þegar Garðar reyndi það nokkrum árum fyrr, bendir til sem og skýr samstaða skólasamfélagsins um skólastefnuna. Þau vinnubrögð sem farin eru að einkenna kennarahópinn hafa einnig færst yfir til nemenda, meðal annars í gegnum bekkjarfundi, samverustundir og skipulagða sam- vinnu. Með þessu hefur tekist að skapa traust og öruggt umhverfi, samvinnunám og dreifða forystu byggða á sérfræði og áhuga fremur en hlutverkum. Þetta samræmist stigi mikillar forystuhæfni (Lambert 2006). Nýliðar sem fóru strax inn í skapandi þróunarvinnu virðast hafa verið jákvæðari gagnvart skólastarfinu og hafa frekar náð að tengjast skólanum, stefnunni og starfs- háttum hans en þeir sem komu inn í mótað þróunarstarf. Það bendir til þess að þrátt fyrir þær ráðstafanir sem þegar höfðu verið gerðar um móttöku nýliða og þá áherslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.