Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201284 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara verið farið í þessi atriði. Hugtakið fall gengur eins og rauður þráður gegnum öll svið stærðfræðinnar og í línulegri algebru eru línulegar varpanir þau föll sem skipta máli. Vegna mikilvægis fallhugtaksins ákváðu greinarhöfundar að eitt verkefnið skyldi snúast um fall og eiginleika þess og það varð úr að verkefnið skyldi vera á sviði línu- legrar algebru. Verkefni E – Hugtakaskilningur í rúmfræði – teikniforrit Sígild rúmfræði er kennd við Grikkjann Evklíð sem var uppi um 300 f. Kr. Hún er sú grein stærðfræðinnar sem þykir sýna á gleggstan hátt uppbyggingu frumsendukerfis. Orðið frumsenda (e. axiom) merkir undirstöðulögmál og grunnurinn sem sígild rúm- fræði í plani hvílir á eru fimm frumsendur kenndar við Evklíð auk frumhugtaka og svokallaðra almennra staðreynda. Frumsendur eru ekki sannaðar heldur álitnar sannar og frumhugtök eru ekki skilgreind. Síðan byggist frumsendukerfið upp með því að skilgreind eru ný hugtök og settar fram setningar um þau sem eru sannaðar. Hvergi í stærðfræðinámi kennaranema ætti mikilvægi hugtaka og krafan um nákvæmni í skilgreiningu þeirra að vera ljósari en einmitt í sígildri rúmfræði. Sama má segja um mikilvægi sannana á setningum. Hvaða kunnugt hugtak úr evklíðskri rúmfræði var valið til umfjöllunar í þessu verkefni skipti ekki höfuðmáli en hugtakið hæð hentaði að vísu vel í tengslum við teikningar í tölvu og vangaveltur um hvort nota mætti teikniforrit til sönnunar í rúmfræði. Úrlausnir Í kaflanum er gerð stutt grein fyrir úrlausnum þátttakenda og gefin sýnishorn af svörum þeirra. Verkefni A – Þraut um óþekktan arf Gerð er grein fyrir úrlausnum þriggja kennaranema. Allir sem einn réðust þeir í að leysa þrautina sem kann að stafa af því að nemendur hafa vanist því í skóla að þau viðfangsefni í stærðfræði sem þeim eru fengin séu leysanleg. Einn nemendanna fann lausn með því að prófa sig áfram, hinir tveir reiknuðu út lausn. Rannsakanda reyndist auðvelt að fá þá til að ígrunda verkefnið frekar. Þeir voru meðal annars beðnir að velta því fyrir sér hvort nemendur í 10. bekk kynnu að telja upplýsingar vanta til þess að dæmið væri leysanlegt. Einn þátttakandi svaraði á þessa lund: Mér finnst mjög líklegt að nemendur haldi að upplýsingar vanti. Einhver gæti sagt sem svo að ekki gætu verið fleiri börn en sjö og reynt að leysa þrautina út frá því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.